Saga - 2002, Page 148
146
MAGNÚS STEFÁNSSON
Sem staði nefnir hún jarðirnar Haukadal og Núp í Dýrafirði þar
sem einungis kirkjuhlutinn eða kirkjueignin ásamt kirkju og
kirkjugarði gat talist staður.26
í greininni „Er Oddaverjaþætti treystandi?" í Nýrri sögu 11,1999,
tala þau Armann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir um að staðamál
Þorláks helga hafi snúist um yfirráð yfir kirkjustöðum og vitna
ranglega í „Kirkjuvald eflist".27 Þar er talað um yfirráð yfir öllum
kirkjum og kirkjufé, stöðum og venjulegum bændakirkjum, svo
og kirkjufé og tekjum, einkum þó tíundartekjum.
í bókinni The Christianization oflceland - Priests, Power and Social
Change 1000-1300, 2000, útskýrir Orri Vésteinsson staðarhugtakið
fyrst á réttan hátt sem „church which owns the land which it
stands on, ecclesiastical centre"28 en í „List of Terms" segir hann að
mörkin á milli staða og bændakirkna hafi verið „important in the
late Middle Ages, but in the 12th and 13lh centjuriejs the term s[tað-
ur] was used to refer to any church which owned a sizeable
property as well as monasteries and episcopal sees."29 Ekki er
hægt að álykta, út frá heimildum, að staðarhugtakið hafi á 12. og
13. öld hiklaust náð yfir allar kirkjur sem áttu umtalsverða og álit-
lega eign. í bók minni Staðir og staðamál hef ég reynt að skýra hug-
taksnotkunina í allra elstu skjölum.30
Spurningar sem leita á eru eftirfarandi: Gat kirkjan yfirleitt kraf-
ist forræðis yfir þeim kirkjustöðum sem voru með bændakirkjum?
Hlaut ekki krafan að takmarkast við forræði yfir stöðum eða kirkj-
um og kirkjuhlut þeirra eins og gefið er í skyn í Árna sögu? Hug-
takið kirkjustaður var sem sagt að öllum líkindum ekki til. Þessar
spurningar virðast svo sjálfsagðar að það ætti nánast að vera
feimnismál að bera þær fram. En hvers vegna hefur þessi áhersla
verið lögð á kirkjustaðina? Kirkjurnar og staðirnir voru kirkjuleg-
ar stofnanir en kirkjustaðirnir sem slíkir voru það ekki. Nákvæm
og áreiðanleg hugtakanotkun er nauðsynleg forsenda í öllum tru-
verðugum vísindum.
26 Árna saga biskups, bls. VIII.
27 Ármann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir, „Er Oddaverjaþætti treystandi? ,
bls. 92. Vitnað er í Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist", bls. 96-104.
28 Orri Vésteinsson, The Christianization oflceland, bls. 39.
29 Sama rit, bls. 295.
30 Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál, bls. 92-102.