Saga - 2002, Page 149
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
147
Hvað er stofnun? Staðirnir sem kirkjulegar stofnanir
Jón Jóhannesson skilgreindi staði sem stofnanir: „Höfuðból og
jafnvel smærri býli, sem kirkjulegar stofnanir stóðu á og áttu að
öllu eða hluta, voru kölluð staðir (beneficia)."31 Hér eru ekki
kirkjustaðirnir sem slíkir kirkjulegar stofnanir heldur eru þeir
býlin sem kirkjulegar stofnanir stóðu á. En skilgreiningin er of
almenns eðlis og gæti þess vegna einnig náð til bændakirkna.
Hugtakið beneficium er auk þess vafasamt hér.
Fleiri sagnfræðingar hafa hins vegar kallað sjálfa kirkjustaðina
stofnanir. Fyrsta spumingin sem hér vaknar er þessi: Hvað er
stofnun? Ég styðst hér við skilgreiningu sem Bernhard Laum hef-
ur gefiö:
Þegar skilgreina á hugtakið stofnun [Stiftung, stiftelse, founda-
tion], verður að hafa hliðsjón af lögákveðnu markmiði stofnanda
auk þess sem taka verður tillit til afsals eigna til stofnunarinnar,
en eðli og magn þeirra ákveðast af stofnanda. Eignin á að vera
til þess að ná þessu markmiði. ... Markmiðið verður ávallt að
vera varanlegt. Af því leiðir að eignin verður ávallt að vera
óskert, þ.e.a.s. að einungis tekjur eða arð og ekki eignina sjálfa
má nota til að ná markmiðinu með stofnuninni. ... Eðli stofnun-
ar hefur því eftirfarandi einkenni: 1. Varanlegt lögákveðið mark-
mið, fastsett af mannlegum vilja. 2. Ákveðin eignarheild, gefin
'af stofnanda, sem á að tryggja að þetta varanlega markmið ná-
ist.32
Spurningin er svo hvort stofnunarhugtak á borð við þetta sé hægt
að nota þegar fjallað er um aðstæður á miðöldum. Hugtakið sjálft
kemur ekki fyrir í miðaldamáli en sjálf stofnunin gæti hafa verið
til. Því hefur verið haldið fram að hin nútímanlega stofnun, með
aðaleinkennið að vera réttarpersóna og rétthafi á borð við mann-
eskju, eðlilega og lifandi persónu, sé ekki eldri en frá 19. öld.
Kirkjur, sjúkrahús, söfn og háskólar eru t.d. stofnanir sem hægt er
að setja á fót og njóta sama réttar og lifandi persónur og einnig
minningarsjóðir þar sem arðinum er veitt til nánar tiltekinna um-
Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, bls. 216.
^2 Bernhard Laum, Stiftungen in der griechischen und römischen Antike, bls. 1-2.
Þetta er mín þýðing. Frumtextinn er prentaður í bók minni Staöir og staöa-
mál, bls. 194-95.