Saga - 2002, Page 151
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
149
arfs hafi því haft augljósa kosti til að tryggja pólitísk áhrif ættar-
innar, að því tilskildu að hún lyti sterkri forustu. Þetta geti hafa
gert það eðlilegt að sumir kirkjubændur gerðu staði sína vellauð-
uga með því að gefa þeim stórgjafir - oft að líkindum stóran hluta
eigna sinna. Staðirnir urðu óumdeilanlega mikilvægir á 12. og 13.
öld þar sem þeir héldu saman stórum jarðagóssum, hömluðu
gegn dreifingu jarðeigna og mynduðu oft fjárhagslegan grundvöll
höfðingja og stórjarðeigenda.
Þetta eru sem sagt mjög athyglisverðar kenningar. Ég leyfi mér
þó að koma með nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi er athyglinni
mjög beint að stöðunum sem höfðingjasetrum og valdamiðstöðv-
um, stórauðugum stöðum sem leiddu til að yfirráð þeirra urðu
staðarhöldurum drjúg tekjulind og því eftirsótt af höfðingjum.
Þau hafi því gefið þeim félagslegan og pólitískan styrk og átt
drjúgan þátt í að efla völd þeirra. Þetta minnir að sumu leyti á það
sem Helgi Þorláksson segir í Vaðmáli og verðlagi. í mörgum tilvik-
um er þetta alveg óumdeilanlegt. Axel nefnir Odda á Rangárvöll-
um, Reykholt í Borgarfirði, Breiðabólstað í Fljótshlíð, Hítardal á
hlýrum og Stað á Ölduhrygg. Þegar Snorri Sturluson hafði náð
undir sig Stafholti og Reykholti gerðist hann höfðingi mikill, því
að eigi skorti fé, segir Sturla Þórðarson í íslendinga sögu og ætti
hann að vera trúverðug heimild um valdagrundvöll föðurbróður
síns.37
En ef ég hef rétt fyrir mér um að staðir hafi samtals verið fleiri
en 100 á öllu landinu, sennilega talsvert fleiri, segir það sig sjálft
að til voru bæði auðugir staðir, sumpart forríkir og vel í sveit sett-
h, en aðrir harla fátækir og sumir afsíðis. Mér telst til að staðirnir
hafi alls verið 138 og alls gat ég skráð 2018-2019 dæmi um notk-
un staðarhugtaksins.38 Hítarnes á Mýrum var varla höfðingja-
setur, ekki heldur Húsafell í Borgarfirði eða Staður undir
Hrauni/Staðarhraun og þannig mætti lengi telja. Einkum mætti
uefna staði á Austfjörðum og Vestfjörðum sem margir hverjir voru
uánast smábýli. Því kemur ekki til mála að auður hafi kveðið á um
hvort staður var á kirkjustað eða ekki.
í öðru lagi má þá spyrja hvers vegna Hvamm-Sturla hafi ekki
gert setur sitt, Hvamm í Dölum, að stað þegar hann braust þar til
37 Sturlunga saga I, bls. 242.
38 Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál, bls. 129-47.