Saga - 2002, Page 153
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
151
ákvæðin um erfðastaði tryggðu réttindi erfingja. Við bættust regl-
urnar um óskiptanleika jarðagóssins og reglur um prohibitio red-
uctionis et alienationis, reglur um að kirkjueign mætti hvorki skerða
eða firra.42 Ef um var að ræða ráðstöfun gegn sundrungu arfs,
hefði þá ekki verið jafnnærtækt að koma á óðalsrétti? Og hvað
uieð ákvæði um aðalbólið (og seinna höfuðbólið) í landbrigðis-
þætti Grágásar sem eindregna viðleitni til að varðveita stórgóssið
sem óskipta heild? Voru slík ákvæði ekki nægjanleg? Er ekki vafa-
samt að álykta að það að gefa kirkjunni eða staðnum jarðagóssið
og ættarauðinn hafi verið eina leiðin til að varðveita hvort
tveggja óskipt og ósundrað? Er hér ekki farin torsótt leið að
vandamálinu í stað þess að takast á við það krókalaust? Höfðingj-
ar hefðu örugglega getað fengið samþykkt ákvæði sem hefðu
tryggt rétt þeirra og ættarinnar umsvifalaust, ef það hefði verið
óhjákvæmilegt skilyrði þess að varðveita ættarauðinn óskiptan og
viðhalda höfðingjaveldinu óskertu. Einnig hefði mátt samþykkja
ákvæði um frumburðarrétt (primogenitur).
bví hef ég farið svo náið í kenningar Axels að mér virðast þær
rojög athyglisverðar, og e.t.v. það mikilvægasta sem fram hefur
komið um staðina um langt árabil. En hann hefði getað tekið fram
að sjónarhorn hans miðaðist eingöngu við stórstaði. Og það mun
enn vera svo að ekki eru öll kurl komin til grafar um staðina. Enn
er ekki komin nein einhlít skýring á því hvers vegna staðir voru
stofnaðir, enda að öllum líkindum fánýtt að ætla að finna hana.
Viðbúið er að þær séu fleiri en ein, bæði trúarlegar, félagslegar,
pólitískar og efnahagslegar.
Fjöldi staöa
Allsherjarúttekt á notkun staðarhugtaksins í öllum heimildum frá
niiðöldum og siðaskiptaöld, þ.e.a.s. eins langt og Fornbréfasafnið
naer, gaf 2018-2019 dæmi um notkun þessa hugtaks. Af þeim vísa
1884 eða 93% til staða þar sem kirkjustaðurinn var heildareign
kirkju eða sameign tveggja kirkjulegra stofnana. 1847 þessara
daema, 91,5%, vísa þó til staða sem áttu allan kirkjustaðinn, og
1801, 89%, til þeirra 113 staða sem allt bendir til að hafi verið
i slíkri heildareign þegar á hámiðöldum, og sem geta kallast
^2 Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál, bls. 58, 78.