Saga - 2002, Page 155
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
153
um fyrir austan Hjörleifshöfða, utan að Þvottá og Hallormsstöð-
um, og hefir þar haldist jafnan síðan."47 Þorlákur hefur sennilega,
eins og Árni Þorláksson tæpri öld síðar, riðið í yfirferð sína fyrir
norðan Sólheimajökul, greiðfæra leið sem vel getur hafa verið
vísitasíuleið Skálholtsbiskupa austur frá biskupsstólnum.48 Þor-
lákur gisti að Svínafelli, en þar átti hann að vígja kirkju. Hann
gerði þá kunnugan boðskap Eysteins erkibiskups, „þann sem að
hann bauð honum undir sitt vald að heimta allar kirkjur og
kirkna fé í sínu biskupsdæmi".49 í sögunni sjálfri segir ítarlegar
frá þessu: Herra Eysteinn erkibiskup hafði „opinberað honum
sinn boðskap með bréfum til íslands, að allir staðir er eptir forn-
um vana héldust af leikmönnum skyldu nú allir vera undir bisk-
upa valdi eptir þeim skilningi sem hann sagði votta postulanna
reglu og setningar heilagra feðra."50 Þorlákur biskup var fyrsti
baráttumaður svonefndrar „kirkjuvaldsstefnu" (gregorianisme) á
biskupsstóli á íslandi eða „kirkjufrelsisstefnu" eins og ef til vill
væri réttara að nefna hana. Markmið hennar var frelsi kirkjunnar
~ libertas ccclesiae. Ekki var hægt að segja að þessu frelsi hefði ver-
ið komið á fyrr en kirkjan hafði fengið viðurkennt vald sitt á stöð-
um og kirkjueignum, jafnvel þótt hún yrði um sinn að sætta sig
við svokallaðan verndarmanns rétt - ius patronatus - leikmanna,
sem var m.a. forsjá eða varðveisla. En höfðinginn á Svínafelli, Sig-
urður Ormsson, tók því fjarri að „já undan sér því sem hartn hafði
áður frjálslega haldið, sakir landsskapar og fornrar hefðar". Að
lokum varð þó Sigurður að láta af sínu máli, því að öðrum kosti
myndi kirkjuvígslan „engi verða" og hann lagði „máldaga kirkj-
unnar og sjálfa hana í vald biskups". Eftir messu og vígslu skipaði
Þorlákur Sigurði svo staðinn í lén um stundar sakir, en Sigurður
jáði honum að halda, þ.e.a.s. hafa vörslu hans.51 í Áma sögu bisk-
ups segir að hann hafi látið biskupi eftir þá kirkjueign. ’2 Svínafell
47 Oddaverja þáttur, Þorláks saga BC, bls. 250.
48 Árna saga biskups, bls. 20. Leiðin kallast nú „Fjallabaksvegur syðri". Sbr.
Landið þitt ísland I, bls. 199-200.
49 Oddaverja þáttur, Þorláks saga BC, bls. 248.
50 Þorláks saga A, bls. 242M3. - Biskupa sögur I, bls. 275. Sbr. einnig Sverris saga
bls. 122-23 um þróunina í Noregi og bréf Alexanders páfa III til Svíþjóðar,
P.A. Munch, Det norske Folks historie III, bls. 248 o. áfr.
51 Þorláks saga BC, bls. 249-50.
52 Árna saga biskups, bls. 20.