Saga - 2002, Síða 156
154
MAGNÚS STEFÁNSSON
varð sennilega kirkjueign þegar heimanfylgja kirkjunnar og mál-
dagi höfðu verið ákveðin.53 Á sama hátt fór á Rauðalæk og öðrum
stöðum þar til biskup kom að Höfðabrekku á heimleið og hitti Jón
Loftsson. Á Höfðabrekku átti hann að vígja kirkju. Hér beið Þor-
lákur lægri hlut. Þess vegna varð Höfðabrekka ekki staður eins og
ég hélt ranglega fram í „Kirkjuvald eflist",54 heldur bændakirkja
sem átti einungis „slíkt í heimalandi sem svarar til prestsskylds og
djákns", þ.e.a.s. engan ákveðinn hluta jarðarinnar með gögnum
og gæðum, heldur rétt til svo mikils að nægði til að framfæra prest
og djákna.55 Þetta kemur alveg heim og saman við Oddaverja þátt.
Þar segir að Jón Loftsson vildi að „ei væri meir en einn prestur og
djákn að kirkjunni en áður voru tveir prestar og tveir djáknar".56
Vestan við Höfðabrekku og Hjörleifshöfða, og raunar vestan við
Kálfafell, er eins og áður segir ekki einn einasti staður (nema
klaustrin á Kirkjubæ og Þykkvabæ ef við tökum mið af Kálfa-
felli).57 I ofannefndri grein segja þau Ármann og Ásdís að átök
Þorláks biskups og Jóns Loftssonar hafi snúist um Odda á Rang-
árvöllum. Þetta er rangt.58
Kröfur Þorláks beindust að því að fá viðurkennda kirkjulega
heildareign á kirkjustöðunum og stofna á þeim staði jafnframt því
sem vald og forræði kirkjunnar yfir þeim yrði viðurkennt. Þetta
kemur einnig berlega í ljós í sambandi við deilurnar um Bæ í Bæj-
arsveit. Hér hefur Þorlákur augljóslega krafist þess að fá kirkju-
staðinn allan í heimanfylgju áður en vígsla gæti farið fram. Fyrst
eftir meðalgöngu vitrustu manna um heimanfylgju kirkjunnar og
tíðaoffur presti til handa bað kirkjubóndinn í Bæ um „að kirkja
ætti heldur útlönd en heimaland, þar sem hún fékk þó fulla pen-
inga að fjártali".59 Bær var efjtir fornu mati metinn til 30 hundraða
og bæirnir þrír sem kirkjan fékk til 28 hundraða.60 Staðakröfur
53 Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál, bls. 64-65.
54 Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist", bls. 101.
55 D/ II, bls. 741 [1340].
56 Sbr. Þorláks saga BC, bls. 251-54.
57 Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál, bls. 129-32, 208.
58 Ármann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir, „Er Oddaverjaþætti treystandi?"/
bls. 97-99.
59 Þorláks saga BC, bls. 260.
60 DIIII, bls. 123-24. - D/ IV, bls. 91. Matið á Bæ og útlöndunum er sótt í Jarða-
bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV, bls. 189-90 (Bær), bls. 216 (Múli
eða Múlakot), bls. 222 (Steðji), bls. 223 (Kálfanes).