Saga - 2002, Síða 159
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
157
með staðina sem prestssetur lénspresta mátti segja að frelsi kirkj-
unnar - libertas ecclesiae - hafi nálgast að verða raunveruleiki.
Ólafur Lárusson fjallar um vörslurétt í bók sinni Eignaréttur.
Vörslur eða hald er heiti á hugtakinu possessio í Rómarrétti, Besitz
á þýsku, besittelse eða besittning á Norðurlandamálum.71 Jafnhliða
orðunum vörslur og hald eru notuð orðin varðveisla, umráð og
handhöfn, og í eldra máli orðin höfn og hefð. Við getum bætt við
orðinu áhald. Orðin fela í sér virkt vald manns yfir eign, það að
maðurinn hafi eignina beinlínis í höndum sínum, að hann verji
hana og geymi, hafi eignina persónulega á valdi sínu. Besittelse er
bein þýðing orðsins possessio, sem er skylt orðinu sedere, sitja, sbr.
orðið áseta.
Leikmenn þóttust eiga áhaldið. Þetta er mjög í samræmi við það
þegar nú er talað um klofinn eignarrétt, „kloyvd eiendomsrett",
afstæðan eignarrétt, „relativ eiendomsrett", hlutverkabundinn
eignarrétt, „funksjonell eiendomsrett".72 Hér er um að ræða af-
stæðan skilning eignarréttarins, mismunandi eignarréttindi eða
knippi réttinda sem ekki voru andstæð hvert öðru, heldur vógu
hvert annað upp sem mismunandi réttartegundir. Kjarni málsins
er að fleiri en einn gátu átt sama hlut en hver á sinn hátt.
begar staðamálin voru tekin til dóms af erkibiskupi sumarið
1273 var Sighvatur í Odda spurður „hvort Oddastaður væri
kirkjueign kallaður". Enn á ný var hið sama uppi á teningnum.
Sighvatur kvaðst „ekki mundi því í móti mæla og svo þó að
Oddaverjar skyldu varðveita".73 Hér mætum við því sem felst í
latnesku hugtökunum proprietas og possessio sem ólíkum réttind-
um. Sighvatur var ákærður fyrir að hann „heldur og kallar sér
hirkju hins helga Nicolai í Odda til forræðis og allra aftekna og
bræðrum sínum". Hér er greinilegt að Sighvatur og bræður hans
hafa talið sig eiga vörsluréttinn. Árni vildi hins vegar að heilagri
hirkju yrðu dæmd öll þau réttindi sem hún ætti að hafa en honum
°g eftirkomendum hans allt vald og forsjá kirkjunnar, slíkt sem
Skálholtsbiskupi tilheyrði eftir Guðs lögum. Sighvatur á þá að
Ólafur Lárusson, Eigmréttur, bls. 137 o. áfr.
^2 Knut Robberstad, „Kloyvd eigedomsrett", bls. 162-66. - Tore Iversen,
Trelldommen, bls. 49-51. - Gudmund Sandvik, Prestegard og prestelonn, bls.
87-99. - Magnús Stefánsson, Staðir og staðamál, bls. 196-200.
73 Árna saga biskups, bls. 35-41.