Saga - 2002, Page 160
158
MAGNÚS STEFÁNSSON
hafa sagt það sem álit sitt „að það skilorð mætti standa sem Sæ-
mundur Sigfússon gerði fyrir Oddastað, að hann skildi sér forræði
og varðveislu hans og sínum örfum æfinlega".74 Þetta bendir til
þess að Sæmundur hafi gert máldaga staðarins með slíkum
ákvæðum þegar hann var stofnaður.
Af því að hér er um að ræða vörslurétt er kirkjubóndinn ávallt
kallaður sá er kirkju varðveitir, sá er kirkju heldur, sá er kirkjunni
ræður, sá er varðveislu kirkjunnar á, varðveislumaður kirkju,
kirkjudróttinn. Við bændakirkjur var það venjulegast landeigandi
en gat einnig verið leiguliði. Orðið kirkjueigandi kemur hins veg-
ar ekki fyrir í heimildum en oft í umræðum sagnfræðinga og það
er jafnvel einnig talið koma fyrir í heimildum af því að í Staðar-
hólsbók Grágásar koma fyrir orðasamböndin: „Sa [maðr] er kirkio
a" og „að eignaz kirkio".75 En þetta er augljóslega sömu merking-
ar og orðasamböndin „sá maðr er kirkju varðveitir" og „að varð-
veita kirkju" eða svipuð orðasambönd. Nafnorðið eigandi hafði
án efa nákvæmari og meitlaðri merkingu en sögnin að eiga og
eignarfornöfnin minn, þinn, sinn og vor sem voru notuð lausleg-
ar en nafnorðið eigandi, eins og á latínu. Og þannig er þetta enn 1
nútímaíslensku. Þessi mismunandi merkingarþungi orðanna að
eiga og eigandi kemur fram í því að auðvelt er að segja „ég á vin'
en hins vegar ekki „ég er eigandi vinar". Þessi lauslega hugtaka-
notkun sagnarinnar eiga kemur einnig í ljós þegar í öðru aðal-
handriti Lárentíus sögu biskups segir um lénsprest (beneficiar) að
hann „átti Holtsstað í Önundarfirði", en í hinu handritinu að hann
„hélt staðinn í Holti í Önundarfirði".76 í þessari sögu segir einnig
að Arngrímur Brandsson „átti Odda-stað".77 Mjög skýrt er þetta
orðað í veitingarbréfi fyrir staðnum á Útskálum frá siðaskiptaöld:
Biskupinn hefur unnt og veitt presti nokkrum staðinn Útskála til
réttrar eignar og frjáls forræðis um alla sína lífdaga, ásamt þvi 1
„föstu og lausu, kviku og dauðu sem tilheyrir staðnum". Prestur-
inn á að eignast staðinn og að sér taka svo sem réttur beneficator og
alla hluti eignast og ávöxt af hafa að frátekinni kirkjunnar porcio.
74 Áma saga biskups, bls. 37
75 Grg. II, 19-20.
76 Lárentíus saga biskups, bls. 359.
77 Sama rit, bls. 412.
78 DIXIII, bls. 507-508 (5. ágúst 1560).