Saga - 2002, Page 161
UM STAÐIOG STAÐAMÁL
159
Lénspresturinn var samkvæmt kanónískum rétti þó nánast leigu-
liði. Hann varð að viðhalda staðnum óspilltum og skila honum
óskertum til eftirmanns síns.
Þennan vörslurétt á kirkjulegum stofnunum má bera saman við
vörslurétt fjárhaldsmanns yfir eignum ómyndugra.79 Vörslurétt-
urinn er þá kallaður fjárvarðveisla og fjárhaldsmaðurinn fjárvarð-
veislumaður, forráðandi eða lögráðandi. Hann á að sjá um eignir
hins ómynduga, varðveita fé ómaga. Hann á að hafa umsjón með
eignunum, hefur rétt til að nota eignararðinn eða ágóðann en er
jafnframt ábyrgur fyrir að eignin skerðist ekki, nákvæmlega eins
og kirkjubóndinn hvað varðaði staði og kirkjueignir. Þessi hlið-
stæða hugtakanotkun er mikilvæg og sýnir að hvorki kirkjubænd-
ur né fjárvarðveislumenn ómaga voru eigendur eigna og tekna
sem þeir höfðu umráð yfir. Hvort tveggja var takmarkað af modus,
hætti, og condicio, skilorði, og fól í sér possessio, vörslurétt. Þeir áttu
vörsluréttinn. Það er því vafasamt og raunar óþarft að segja að
kirkjubændurnir hafi verið kirkjueigendur.
Sighvatur á að hafa stutt sig við skilorð Sæmundar fróða fyrir
Oddastað þegar staðamálin voru dæmd af erkibiskupi í Björgvin.
Mér finnst eðlilegast að skilja þetta þannig að við Oddastað og
aðrar kirkjulegar stofnanir hafi gagnkvæm ákvæði um heiman-
fylgju og aðrar eignir sem stofnunin átti að fá, svo og vörsluréttur
kirkjubænda, verið ákveðin í máldögum með skyldu um að gera
þá opinbera og alkunna áður en vígsla kirkju eða staðar gat átt sér
stað. Þar eð réttindi leikmanna voru ákveðin þannig og fljótlega
skjalfest, og urðu með tímanum hefðbundin, voru viðbrögð þeirra
við kröfum kirkjunnar jafnsterk og raun bar vitni og að þeirra
dómi bæði réttlát og réttlætanleg. Samkomulag urn þetta hafði
verið gert af kirkju- eða staðarstofnanda annars vegar og fyrir-
rennurum Þorláks og Árna hins vegar. Kröfur kirkjunnar og bisk-
upanna voru því rifting á löglega gerðum samningum og auk þess
á móti fornum landssið. Kirkjunnar menn urðu á hinn bóginn að
bYggja á lögum kirkjunnar, kanónískum rétti, og því að hvenær
sem á greindi Guðs lög og landslög, lög manna, þá áttu Guðs lög
að ráða. Þetta hafði verið samþykkt á Alþingi 1253 og Árni tók
auðvitað samþykktina upp í kristinrétt sinn. Ákvæðin í máldög-
Um voru því af kirkjunnar mönnum fordæmd sem „skildagi sem
^9 Sbr. Magnús Stefánsson, StaBir og staðamál, bls. 206.