Saga - 2002, Page 162
160
MAGNÚS STEFÁNSSON
ófróðir menn hafa hér gerðan" eða „forn og ónýt siðvenja". Þetta
fól í sér gagnrýni á samþykki fyrirrennaranna á gjafaskilyrðunum.
I málaflutningi sínum vísaði Arni slíkum samningum á bug:
og hann segist og svo hafa skilið jura að þau segi biskup eiga
vald yfir kirkjunum og öllum þeirra eignum, en leikmenn eður
svo lærðir menn megu þær með öngvu móti að erfðum eignast,
og eigi megu þar skildagar fyrir ganga, eigi megu og kirkjurnar
kaupast né seljast við verði utan mikils sáluháska og því fær
engi sá réttiliga haldið þær né haft er svo kemst að.80
Röksemdafærsla beggja aðila við málaflutninginn bendir til að
leikmenn hafi litið svo á að stofnað hafi verið til staða með samn-
ingum og að þeir væru enn í fullu gildi, svo framarlega sem
ákvæði þeirra hefðu verið haldin. Jón rauði erkibiskup og Arni
urðu að hafna gildi samninga sem forverar Arna á biskupsstóln-
um í Skálholti höfðu gert við staðastofnendur. Staðamálin eru því
í raun réttri deilur um hvort samningar bundnir af hefð gætu tal-
ist lögmætir eða hvort þeir yrðu að teljast „ljótlegir kaupmálar"
sem „fáfróðir menn" eða „niðurbrotsmenn réttrar trúar" hefðu
fengið framgengt, þ.e.a.s. áskilið sér vald yfir því sem áður var
Guði gefið eða hans helgum mönnum. Slíkur kaupmáli væri
ógildur, ómáttulegur, og hlyti að verða hafnað.
Islensku kirkjubændurnir héldu því fram að þeir hefðu réttar-
farslega gilda heimild á réttindum sínum, umsamda sem modus
og condicio, hátt og skilorð, auk samþykkis frá biskupi áður en
vígsla og afhending heimanfylgju, eða kirkjustaða við stofnun
staða, fór fram. Þá skipti minna máli hvort kirkjueignin hafði ver-
ið gefin Guði, Maríu mey eða verndardýrlingnum, enda þótt það
gæfi eignunum bæði aukna helgi og vernd, eða hvort hún hafði
hreint og beint verið gefin stofnuninni eða öllu heldur sjálfseign-
arstofnuninni.
Dómur erkibiskups um Odda var prófmál. Dómur hans um
Ólafskirkju í Vatnsfirði var einnig prófmál. Sú kirkja átti einungis
hálfan kirkjustaðinn en hins vegar aðrar jarðir og gífurleg hlunn-
indi frá fjöru til fjalls.81 Markmiðið hefur því verið að láta dómana
bæði ná til staða sem áttu allan kirkjustaðinn og þeirra kirkna sem
80 Áma saga biskups, bls. 40. Dómur Jóns erkibiskups rauða í staðamálum
1273 er á bls. 35-41.
81 DIIV, bls. 133-35,1397.