Saga - 2002, Síða 163
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
161
áttu einungis hluta hans og sem síðar voru kallaðar bændakirkjur.
Við þær mátti í sumum tilvikum stofna staði á kirkjuhlutanum
ásamt öðrum eignum hennar og tekjum sem gætu orðið beneficia
og prestssetur. Þetta gerðist í Haukadalsmálum en þar hafði Arni
skipað sóknarprestinum kirkjuhlut í Haukadal, aðrar eignir kirkj-
unnar þar, kirkju- og preststíund, svo og biskupstíund af
nokkrum bæjum. Um síðir „reisti ... [presturinn] búnað á kirkj-
unnar hlut" eftir að kirkjubóndinn á banabeði hafði afhent honum
»allt kirkjufé".82 Kirkjuhlutinn hafði verið gerður að sérstakri
rekstrareiningu.
Fjórtán staðir sem staðamenn tóku af prestum 1284 voru þannig
að kirkjan sjálf eða verndardýrlingurinn átti allan kirkjustaðinn.83
Þeir voru Oddi á Rangárvöllum, Hraungerði í Flóa, Garðar á
Álftanesi, Hítardalur á Mýrum, Staður á Snæfellsnesi, Staður und-
ú Hrauni/Staðarhraun á Mýrum, Kvennabrekka í Dölum, Setberg
í Eyrarsveit, Stafholt í Stafholtstungum, Hjarðarholt í Dölum,
Staður í Steingrímsfirði, Selárdalur í Arnarfirði, Holt í Önundar-
firði og sennilega einnig Þvottá. Þar er talað um að kirkjan og allt
hennar góss hafi verið tekið. í Oddaverja þætti og í Árna sögu er
Fvottá kallaður staður. í Vilkinsmáldaga 1397 er öll Þvottá benef-
icium en upplýsingar um eignarhald eru ekki með í máldaganum.
í Stefánsmáldaga [1491-1518] er jörðin heildareign kirkju.84
Að auki eru nefndir þrír kirkjustaðir þar sem kirkjan átti ein-
ungis kirkjuhlutann: Núpur í Dýrafirði, Vatnsfjörður við ísafjarð-
ardjúp og Ás í Fellum á Héraði. Þá er ávallt í Árna sögu talað um
kirkju eða kirkjueign. Orðalag sögunnar bendir eindregið til þess
að á þessum jörðum hafi verið stofnaðir staðir á kirkjuhlutanum á
sama hátt og gert var í Haukadal nokkru síðar.
Dreifingin milli fjórðunga er athyglisverð: Tólf staðanna eru í
Vestfirðingafjórðungi, aðeins tveir í Austfirðingafjórðungi og ekki
uerna þrír í Sunnlendingafjórðungi. Merkir það að staðamálin hafi
fyrst og fremst átt sér stað á vesturhluta landsins? Og hvað um
hina fjölmörgu staði sem ekki eru nefndir, ef það er rétt að saman-
lagður fjöldi staða í kirkjulegri heildareign á kirkjustöðunum í
Skálholtsbiskupsdæmi hafi verið 67-76 þegar um 1300 (75-77 um
82 Árna saga biskups, bls. 166.
83 Sama rit, bls. 119-20.
84 D1IV, bls. 231-32,1397. - D/ VII, bls. 34-35 [1491-1518].
U-SAGA