Saga - 2002, Page 165
UM STAÐIOG STAÐAMÁL
163
Árna auðnaðist ekki að koma þessari skipan á. Hann andaðist í
Björgvin 17. apríl 1298, árið eftir sættargerðina í Ögvaldsnesi.
Smám saman var þessari skipan þó komið á.
Lokaorð
Boðskap Jóns erkibiskups rauða um að „allir staðir og tíundir
skyldi gefast í biskups vald", en hann leiddi til staðamála Árna
biskups Þorlákssonar, hafa íslenskir sagnfræðingar að jafnaði skil-
ið þannig að biskupi skyldu fengin forráð allra kirkjustaða og tí-
unda. Helsta einkenni staðanna var þó kirkjuleg heildareign á
kirkjustaðnum, kirkjan eða verndardýrlingurinn átti hann í heild
sinni. Kirkjustaður og kirkja voru þá samstæð heild jarðar og
Bæjarmannvirkja sem átti að þjóna kirkjulegum tilgangi. Kirkjur
sem einungis áttu hluta af kirkjustaðnum, síðar kallaðar bænda-
kirkjur, voru, ásamt kirkjuhlutanum, ekki staðir nema í undan-
tekningartilvikum. Staðirnir voru kirkjulegar stofnanir og rétthaf-
ar, en venjulegir kirkjustaðir með bændakirkjum hins vegar ekki.
Staðarhugtakið var þýðingarlán latneska hugtaksins locus, locus
sacer o.s.frv., notað um biskupsstóla, klaustur og aðrar kirkjulegar
stofnanir. Sérstakt fyrir ísland er hversu oft hugtakið er notað um
soknarkirkjulegar stofnanir.
Alls hef ég skráð 2018-2019 dæmi um 138 staði á landinu í heim-
ildum frá miðöldum og siðaskiptaöld og 113 þeirra munu hafa
verið stofnaðir þegar á hámiðöldum. Margir þessir staðir voru vel
í sveit settir og þýðingarmiklar valdamiðstöðvar leikra höfðingja
a-ni-k. frá því um 1200. Áður höfðu þeir í mörgum tilvikum verið
arfgeng setur prestbænda eða höfðingjapresta. Aðrir staðir, e.t.v.
Bestir þeirra, voru hins vegar á miðlungsjörðum eða jafnvel harla
fátækir og sumir afsíðis.
Þorlákur biskup Þórhallsson var fyrsti baráttumaður kirkju-
Áelsisstefnunnar á íslandi. Markmið hennar var frelsi kirkjunnar
~ Hbertas ecclesiae, sjálfstjórn kirkjunnar á eigin málefnum, eignum
°8 persónum. Ekki var hægt að segja að þessu frelsi hefði verið
bomið á með fullnægjandi hætti fyrr en kirkjan hefði fengið viður-
bennt vald sitt á stöðum og kirkjueignum, jafnvel þótt hún yrði
Um sinn að sætta sig við verndarmanns rétt - ius patronatus - leik-
manna, sem m.a. var nefndur forsjá eða varðveisla. Á milli 30% og
40% allra sóknarkirkna á íslandi voru staðir með kirkjulegri