Saga - 2002, Qupperneq 166
164
MAGNÚS STEFÁNSSON
heildareign á kirkjustaðnum. Langhæst var hlutfall staðanna í
Austfirðingafjórðungi, 64% sóknarkirknanna í fjórðunginum,
sennilega þegar um 1300, og þeir voru allir fyrir austan Hjörleifs-
höfða. Hinn mikli fjöldi staða í austurhluta fjórðungsins hlýtur að
tengjast staðamálum Þorláks biskups. Hann hafði fengið kirkju-
bændur til að stofna staði, en látið þá halda vörslurétti - varð-
veislu, áhaldi - um sinn.
Markmið Arna Þorlákssonar var hins vegar víðtækara: að
svipta kirkjubændur öllum vörslurétti og veita prestum staðina
sem frjáls prestssetur þeirra. Þar með væri beneficialskipan kirkj-
unnar orðin að veruleika og prestamir lénsprestar. Með því hefði
frelsi kirkjunnar nálgast enn meir að verða fullkomið. Sættargerð-
in í Ögvaldsnesi 1297 var málamiðlun sem gaf biskupi forræði yfir
öllum stöðum í heildareign kirkjunnar. Leikmenn héldu áfram
yfirráðum yfir þeim kirkjum sem við þá voru kenndar og kallað-
ar bændakirkjur.
Heimildir
Ármann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir, „Er Oddaverjaþætti treystandi?", Ný
saga 11 (1999), bls. 91-100.
Áma saga biskups. Biskupa sögur III. íslenzk fornrit XVII. Útg. Guðrún Ása
Grímsdóttir (Reykjavík, 1998).
Axel Kristinsson, „íslenskar ríkisættir á 12. og 13. öld", /slenska söguþitlgið
28.-31. maí 1997. Ráðstefnurit I (Reykjavík, 1998), bls. 70-82.
Biskop Arnes Kristenret. Norges gamle Love V (Christiania, 1895), bls. 16-56.
Biskupa sögurgeftiar út afHitiu íslenzka bókmenntafélagi I (Kaupmannahöfn, 1858).
Bjöm Þorsteinsson, íslensk tniðaldasaga (Reykjavík, 1978).
DI = Diplomatarium lslandicum, íslenzkt fornbréfasafn I-XVI (Kaupmannahöfn og
Reykjavík, 1857-1972).
Einar Laxness, íslandssaga l-ö (Reykjavík, 1977).
Feine, Hans Erich, „Kirchenreform und Niederkirchenwesen. Rechtsgeschicht-
liche Beitráge zur Reformfrage vornehmlich im Bistum Lucca im H-
Jahrhundert", Studi Gregoriani II (Róm, 1947), bls. 505-23.
Fenger, Ole, Romerret i Norden (Kobenhavn, 1977).
Finnur Jónsson, „Bæjanöfn á íslandi", Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta
IV (Kaupmannahöfn, 1907-15), bls. 412-584.
Grg. Ia-b = Grágás. Islændernes Lovbog i Fristatens Tid [Konungsbók]. Udg. ved Vil-
hjálmur Finsen (Kobenhavn, 1852-1870/Odense, 1974).
Grg. II = Grágás, efter det Arnamagnxanske Haandskrift Nr. 334 fol, Staðarhólsbók.
Udg. ved Vilhjálmur Finsen. (Kobenhavn 1879/Odense 1974).