Saga - 2002, Page 173
HETJUR STYRKAR STANDA
171
þverneita öllu þesskonar betli útlendinga, til að leika sjer á
kostnað okkar, á vorri eigin hátíð.
[...] Alþingishátíðin verður að vera algerlega sjerstakleg fyrir
Island og íslendinga. íslendingar sjálfir og íslenskir menn einir
eiga því að sýna þar - bæði samlöndum sínum, ættbræðrum og
öðrum gestum alla þá list, sem þeir eiga til og kostur gefst að
sýna, alt hið þjóðlegasta, gestrisnasta og göfugasta, sem enn er
eftir í arfleifð forfeðra vorra.7
„V.G." hafði áður látið í sér heyra varðandi afskipti Jóns af tón-
listarlífi bæjarins. Eftir komu Hamborgarhljómsveitarinnar
sumarið áður hafði hann verið einn þeirra sem gáfu í skyn að ekki
hafi allt verið með felldu varðandi uppgjör ferðarinnar. Jón virðist
ekki hafa vitað nánari deili á þessum gagnrýnanda sínum en hafði
fyrir því heimildir að hann væri „einhver vinur Jóns Pálssonar
bankagjaldkera", sem var föðurbróðir Páls ísólfssonar og frændi
Sigfúsar Einarssonar.8 Eins og í fyrra skiptið svaraði Jón aðfinnsl-
unum kröftuglega og benti m.a. á að íslendingar hafi ekki staðið
góðan vörð um eigin menningararf síðustu ár:
Nú á alt í einu þjóðerniskendin að vakna! í 70 ár hafa íslenskir
söngvamenn starfað að því, að útrýma íslenskum þjóðlögum.
í 20-30 ár hefir verið starfað að því, að innleiða glymskratta,
ljelegar kvikmyndir og útlendan tónlagaleirburð af verstu teg-
und á íslandi. Nú keppast Reykvíkingar við það að hylla hvern
útlendan miðlungsmanninn í tónlist eftir annan. En þegar á að
gera gangskör að því að kynna íslendingum hið æðsta, sem til
er í tónlist, þegar á að reyna að koma fram fyrir útlendum gest-
um með sannarlega þjóðlega íslenska tónlist og listrænan leik
sem einn sæmir menningarþjóðum, þá á ættjarðarástin að gera
vart við sig og banna slíka viðleitni!9
Jón var harðákveðinn í að láta hvorki neitun bæjarráðs né
hvassyrtar blaðagreinar andstæðinga sinna kæfa málið í fæðingu.
hyrst útséð var um stuðning Reykjavíkurbæjar og ekki á vísan að
7 „V.G.", „Satt má sökum segja", Morgunblaðið 31. ágúst 1927, bls. 2.
8 Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Kristjáns Albertssonar,
Teplitz 4. janúar 1928.
9 Jón Leifs, „Þjóðerni og tónlist", Morgunblaðið 4. október 1927, bls. 6. - Þess-
ari grein Jóns svaraði „V.G." í Morgunblaðinu 22. nóvember 1927 („V.G.",
„Þjóðerni og tónlist", bls. 6).