Saga - 2002, Page 175
HETJUR STYRKAR STANDA
173
Eins álít ég að vel væri mögulegt að flytja jafnvel níundu hljóm-
kviðu Beethovens í Fríkirkjunni. Þó stakk ég upp á í fyrsta bréfi
mínu til nefndarinnar að reistur yrði t.d. í Reykjavík nokkurs-
konar skúr, sem rúmað gæti alt að 2000 manns, en það mætti
nota þann skúr sem fiskpakkhús eða geymsluhús á eftir, ef hann
yrði þá ekki notaður stöðugt til sýninga áfram. Eins væri athug-
andi hvort ekki mætti nota eitthvert fiskpakkhúsið, sem nú er
til, og hvort útgerðarmennirnir vildu ekki taka sig saman um að
byggja nýtt fiskpakkhús stórt, sem nota mætti til sýninga,
hljómleika, og fleira, en slíkt hús mætti vera mjög einfalt og
ódýrt og klætt innan með fánum og svo framvegis.13
Hugmyndir Jóns um gildi Alþingishátíðarinnar á alþjóðlegum
vettvangi voru allt frá upphafi háleitar og ekki að öllu leyti raun-
hæfar. í júní 1928 birtist eftir hann löng grein í tveimur hlutum í
Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann reifar hugmyndir sínar um
gildi hátíðarinnar og hvemig best verði að henni staðið. Þar kem-
Ur fram sú skoðun hans að „hagur allrar þjóðarinnar um komandi
aldir" geti oltið á hvernig til takist á hátíðinni á Þingvöllum.14
Hugmynd Jóns var sú að árið 1930 yrði allsherjar menningarár
með margvíslegum uppákomum á sviði leiklistar, bókmennta,
myndlistar og tónlistar. Þá ætti að halda veglegar bókmennta- og
myndlistarsýningar auk þess sem 50 ára afmælis Jóhanns Sigur-
jonssonar yrði minnst með sýningum á leikverkum hans þar sem
erlendir leikarar færu með ýmis burðarhlutverk. í Lesbókargrein-
inni er að finna fjölda stórhuga hugmynda sem margar hefðu ef-
Hust sómt sér vel á slíkri hátíð. Þó gengur sú skoðun Jóns eins og
rauður þráður gegnum skrif hans að hátíðin snúist fyrst og fremst
Um að opinbera heiminum væntanlegt forystuhlutverk íslands í
heimsmenningunni:
Hið eina, sem getur orðið oss að gagni í opinberri framkomu
vorri [á hátíðinni 1930], er að heimurinn geti sannfærst um það,
að vjer eigum sjerstæða menningu og list, sem sje heimsgild eða
^ Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, Baden-
Baden 25. nóvember 1927.
H Jón var ekki einn um þá skoðun að framtíð landsins myndi ráðast með
hátíðarhöldunum 1930. í grein um hátíðarárið sem Guðmundur Finnboga-
son ritaði árið 1926 sagði hann t.d.: „Þjóðhátíðin 1930 á að vera dóms-
dagur þjóðar vorrar" (Guðmundur Finnbogason, „1930", Andvari 51 (1926),
bls. 13).