Saga - 2002, Page 179
HETJUR STYRKAR STANDA
177
heimsóknina að hann hefði þýtt lofsamlegan dóm sinn um hljóm-
sveitarstjórn Jóns fyrir tvo félaga hljómsveitarinnar. Þeir hefðu þá
sagst vera á allt öðru máli, „að það stæði á sama hvort Jón Leifs
veifaði stafnum eða ekki; þeir gerðu allt eins og þeir væru
vanir".21 Sömu sögu er að segja af ónefndum hljóðfæraleikara
sveitarinnar sem ritaði skýrslu um ferðalagið fyrir Karl Muck,
aðalhljómsveitarstjóra Hamborgarfílharmóníunnar, skömmu eftir
kornuna aftur til Þýskalands. Þar lét hann illa af hljómsveitarstjórn
Jóns og fullyrti að hvað listræna túlkun varðaði hafi Jón ekki á
nokkurn hátt verið vandanum vaxinn.22
Draumar Jóns um frægð og frama á hljómsveitarpallinum biðu
endanlegt skipbrot í fárviðrinu sem geisaði kringum þátttöku
hans í Alþingishátíðinni 1930. Hann stjórnaði hljómsveitum sjald-
an eftir þetta og voru viðtökurnar þá yfirleitt miður góðar. Á nor-
r*nu tónlistarmóti í Kaupmannahöfn í september 1938 stjómaði
hann tveimur verka sinna, „Trilogia piccola op.l" og leikhústón-
Jistinni við „Galdra-Loft op.6". Verkin fengu misjafna dóma en
gagnrýnendur voru nærri einróma í óánægju sinni með hljóm-
sveitarstjórn hans.23 Árið 1941 stjórnaði Jón Fílharmóníuhljóm-
sveit Berlínar í orgelkonsert sínum. Viðbrögðin voru hroðaleg,
Guðbrandur Jónsson, „Tónlistadómar", Vísir 31. ágúst 1926, bls. 3.
22 „Herr Leifs hat die Sache angeregt, sich aber anscheinend in keiner Weise
seiner kiinstlerischen Aufgabe gewachsen gezeigt". Bréfaskipti Mucks og
hljóðfæraleikarans óþekkta eru birt í M.A.-ritgerð Michaels Hillenstedts,
"Das „islándische" als ástetische Komponente in der Musik von Jón Leifs"
(Hamborgarháskóla, 1990), bls. 177-79. - Sjá einnig umfjöllun Hillenstedts
a bls. 163-64. Hillenstedt leiðir að því líkur að bréfritarinn sé Johannes
Rieckmann, sem var í forsvari fyrir sveitina meðan á ferðinni stóð.
Ekki voru þeir Jón Þórarinsson og Hjálmar H. Ragnarsson á einu máli um
hvemig bæri að túlka ummæli fjölmiðla um tónleikana en birtu þó báðir
fjölmargar tilvitnanir úr umfjöllun norrænna dagblaða um tónleikana máli
sinu til stuðnings (sjá Jón Þórarinsson, „Páll ísólfsson - Jón Leifs" og
Hjálmar H. Ragnarsson, „Satt skal standa"). Hér verða aðeins nefndir þrír
dómar þar sem hljómsveitarstjóm Jóns sem slík var til umræðu. Gagnrýn-
andi Sydsvenska Dagbladet sagði að tónskáldið hafi verið „támligen ama-
förmássig i sina slag" (E Úrklippubók Páls ísólfssonar. Sten Broman,
/.Musikfesten i Köpenhamn"), og fullyrt var í Socialdemokraten að „hvis Jon
Leifs overhovedet tor kaldes Dirigent, saa er han under alle Omstændig-
beder en meget slet Dirigent, og det er ikke udelukket, at hans opskruede
Modernisme [...] havde taget sig noget anderledes og lidt bedre [ud] und-
12~saga