Saga - 2002, Síða 180
178
ÁRNI HEIMIRINGÓLFSSON
áheyrendur gengu út ýmist stórhneykslaðir eða flissandi og Krist-
jáni Albertssyni sagðist síðar svo frá að tónleikarnir hefðu verið
„vel skipulagt líflát".24 í þetta sinn var það þó verkið sjálft sem olli
uppnámi fremur en slagtækni Jóns, enda átti ómstríð og ögrandi
tónsmíðin í engu samleið með hugmyndafræði nasista. Jón stóð 1
síðasta sinn fyrir framan hljómsveit daginn fyrir sextugsafmæli
sitt, á tónleikum honum til heiðurs í Þjóðleikhúsinu 30. apríl 1959.
Þar stjórnaði hann forleiknum „Minni íslands op. 9" ásamt köflum
úr „Galdra-Lofti" og „Sögusinfóníunni", og verður ekki betur séð
en að honum hafi farist það allvel úr hendi.25
Kantötukeppnin
Þann 16. nóvember 1927 birtist í Morgunblaðinu tilkynning fra
undirbúningsnefnd Alþingishátíðar þar sem tilkynnt var að einn
þáttur hátíðarhaldanna 1930 skuli vera „flutningur hátíðaljóða
(kantötu), er ort sje til minningar um 1000 ára afmæli Alþingis •
Nefndin skoraði á íslensk skáld að senda ljóð sín til hátíðarnefnd-
arinnar fyrir 1. nóvember 1928. Að fenginni niðurstöðu dóm-
nefndar verði síðan íslenskum tónskáldum boðið að semja lag við
hlutskarpasta ljóðaflokkinn, og því verði „meðal annars lögð
áhersla á, að ljóðin sjeu sönghæf, auðvitað að undanskildum
framsagnarþætti (recitativ)".26 í tilkynningunni kom einnig fram
24
25
26
er en andens Taktslag" (E Úrklippubók Páls ísólfssonar. „K.B.", „Den 8.
Nordiske Musikfest i Kobenhavn"). Hins vegar var William Behretid,
gagnrýnandi Berlingske Tidende, ánægður með hljómsveitarstjórn Jóns og
sagði hann vera „en bevæget, levende Dirigent af sit Værk" („Musik
Festens Optakt", Berlingske Tidende 4. september 1938, bls. 9).
Kristján Albertsson, „Sextugur í dag: Jón Leifs tónskáld", Morgunbiaðið 1-
maí 1959, bls. 8. Sjá einnig skrif mín um flutninginn á orgelkonsertinum 1
„Jón Leifs and the Organ Concerto" (B.Mus.-ritgerð, Oberlin Conservatory
of Music, 1997) og „Risaeðlur í Berlín. Um Jón Leifs og orgelkonsertinn
(Lesbók MorgunblaÖsins 30. janúar 1999, bls. 6-7).
Páll ísólfsson, „Afmælistónleikar Jóns Leifs í Þjóðleikhúsinu", Morgun
blaðið 6. maí 1959, bls. 10.
Hér gætir furðulegrar ónákvæmni í orðavali. „Recitativ" er yfirleitt ne,nt
tónles á íslensku og er notað um þá kafla í söngverkum (kantötum, °rator
íum og óperum) þegar sungið er við fábrotinn undirleik, á þann hátt ao
sé eftir hljóðfalli talaðs máls. Framsagnarþættir þar sem textar eru lesnu