Saga - 2002, Page 181
HETJUR STYRKAR STANDA
179
að fyrir sigurljóðið yrðu greidd 2000 króna verðlaun, en 500
krónur og 300 krónur fyrir þau verk sem næst þættu standa að
verðleikum.
Jón brást ókvæða við hugmyndinni um kantötukeppni enda var
vart við öðru að búast. Þótt hann hafi mátt mæta ýmiss konar and-
stöðu hér á landi sem hljómsveitarstjóri var það þó hátíð miðað
við það sem hann hafði mátt þola sem tónskáld. Sérstaklega var
eldri kynslóð tónskálda lítt hrifin af tilraunum hans með nýstár-
iega framsetningu á þjóðlegu efni, og Jón vissi að með Sigfús
Einarsson í forsvari var ekki von á góðu. Skömmu eftir að tilkynnt
var um keppnina ritaði Jón Páli bréf þar sem hann gerir undirbún-
ing hennar að umræðuefni. Honum er mikið niðri fyrir og greini-
legt er að hann telur fyrirkomulag keppninnar hið mesta glapræði.
Þá kemur að þessari fyrirhuguðu „kantötu". Allt sem gert hefir
verið til þess að undirbúa hana er svo hlægilega vitlaust, að því
fá engin orð lýst. Það á að komandera tónskáldunum einhverja
texta, hvort sem þeir eru færir til listræns tónskáldskapar eða
ekki, og svo piga „íslensku tónskáldin" að míga úr sér meistara-
verkunum á nokkurra mánaða fresti. Það er sannarlega allt ann-
að en ánægjulegt að þurfa að vera að ræða leynt og ljóst um aðra
eins vitleysu og annan eins óvitaskap. Og svo meðferð þessarar
blessaðrar kantötu eftir að hún er fullbúin. Ef hún er nokkuð
listaverk, þá verður ekki hægt að syngja hana a cappella [án
undirleiks], af því að söngkunnáttan er ekki nóg, en til listfengs
undirleiks er Hljómsveit Reykjavíkur, þó að hún endurbættist
eitthvað, alveg indiskutabel, kemur ekki til mála. „Kantate fíir
Mánnerchor und Salon-Orchester im Stile einer álteren
súfilichen Operette" mundi standa í þýzkum blöðum á eftir, ef
ekki kæmi annað verra.27 Því listræn getur slík kantata aldrei
°rðið eins og í haginn er búið.
n'eð undirleik tónlistar eru hins vegar nefndir „melodrama" og nutu tölu-
Yerðra vinsælda undir lok 18. aldar. Hafi það virkilega verið ætlun Undir-
búningsnefndarinnar að hluti kantötutextans yrði lesinn upp með tónlist-
arundirleik (en ekki sunginn með tónlesi) var hún að reisa við hefð sem
hafði fyrir löngu verið lögð til hliðar annars staðar í álfunni.
^ Athygli vekur að Jón skuli gera ráð fyrir því að kantatan skuli vera samin
fyrir karlakór eingöngu. í raun var það ekki fyrr en í tillögu nefndarinnar
30- ágúst 1928 að tekið var skýrt fram að kantatan ætti að vera samin fyrir
"hlandaðan kór (sópran, alt, tenór, bassa) og litla symfóníu-hljómsveit", en