Saga - 2002, Síða 182
180
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
Ef nokkur mergur er í þér, Páll minn, þá lætur þú ekki þennan
skrípaleik viðgangast, heldur skilar minnihluta-nefndaráliti til
Alþingisnefndarinnar eða þingsins. Það er blátt áfram skylda
þín að gera það, ef þú vilt ekki verða brennimerktur í íslenskn
tónlistarsögu um alla eilífð, því að hinir nefndarmennirnir eru
óvitar, samanborið við þig.28
Um svipað leyti ritaði Jón blaðagrein sem birtist aðeins tæpum
mánuði eftir að tilkynnt var um keppnina. Þar gagnrýndi Jón
keppnina enn, og hélt því m.a. fram að eins og í haginn væri búið
gæti kantatan „aldrei orðið neitt listaverk" þar sem „ekkert list-
rænt tónskáld" muni fást til þess að leggja hönd á slíkt verk.29 Ekki
verður þó séð annað en nefndin hafi verið einhuga um hvernig
staðið yrði að keppninni. Þann 17. desember birtist svar við grem
Jóns frá þeim Sigfúsi Einarssyni og Páli Isólfssyni:
Jón Leifs segir, að það sé „komið upp úr kafinu, að stofna eigi til
nokkurs konar samkepni um svonefnda kantötu". En hann bæt-
ir því við, að „slík" kantata geti aldrei orðið neitt listaverk.
Nefndinni er ekki ljóst, hvers vegna það má ekki takast. Nú ætl-
ar hún einmitt að benda Jóni á ráð, er hún hyggur, að hann mum
telja nokkurn veginn óbrigðult. Og ráðið er þetta: Jón Leifs býr
til kantötuna - hann sjálfur. Nefndin trúir því ekki fyrr en í fulla
hnefana, að hann vantreysti sjálfum sér til þessa lítilræðis.
Þó að Jón telji alveg víst, að ekkert „listrænt tónskáld" muni
fást til þess að leggja hönd á „slíkt verk" (kantötuna), þá er su
staðhæfing töluð út í bláinn, og lítt skiljanleg, nema því aðeins,
að Jón telji ekki uppi vera nema eitt „listrænt" íslenskt tónskáld-
Um þetta eina - sjálfan sig - getur hann vitað, en um önnur ton-
skáld varla.30
Gagnrýni Jóns var á margan hátt réttmæt. Fresturinn var í naum-
asta lagi og þau tónskáld sem einhverja burði höfðu til að semja
miðað við að kantötur Olufu Finsen (fyrir útför Jóns Sigurðssonar) og
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar (fyrir konungskomuna 1907) höfðu báðar
verið fyrir blandaðan kór hefði slíkt í raun ekki átt að koma á óvart.
Hljómsveit Reykjavíkur og háðsyrðið „Salon-Orchester" sjá nánar her a
eftir.
28 Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, Baden
Baden 25. nóvember 1927.
29 Jón Leifs, „Tónlist 1930", Vísir 15. desember 1927, bls. 5.
30 Sigfús Einarsson, „Tónlist 1930", Vísir 17. desember 1927, bls. 2.