Saga - 2002, Blaðsíða 187
HETJUR STYRKAR STANDA
185
meta þetta tvennt svo mikils þegar þess er gætt að hitt var hið
mesta torf.39
Jón skrifaði Páli aftur um hæl og hélt áfram að gagnrýna störf
hans í kantötunefndinni:
Mjög óhyggilegt var af þér að láta ekki tónskáldin sjálfráð um
hvort þau tækju textann eftir Davíð eða Einar, úr því að þeir fá
nú báðir fyrstu verðlaun. Þú hefðir losnað þannig við alla
ábyrgð, en nú er hætt við því að viss flokkur manna æsist upp á
móti þér út af þessu. Þú ættir aðfá því breytt hið allra fyrsta. Mér
persónulega er ekki neitt áhugamál, sem þetta snertir, því að
mjög óvíst er, hvort ég tek þátt í samkeppninni; mun þó skyld-
unnar vegna skrifa hátíðanefndinni um það, til þess að ganga úr
skugga um, hvort skilyrði til þátttöku minnar eru gefin eða ekki.
Sumt í kvæðum Davíðs líkar mér mjög vel, best upphafið, sem
ég mundi heldur tónsetja en láta lesa. Áhrifaríkast virðist mér
annars erindið „Brennið þið, vitar".40
Þótt hátíðarljóð Davíðs séu tvímælalaust vel ort var það óneitan-
lega til trafala að skáldið skyldi sjálft gefa hverju ljóði forskrift um
hvaða flokkur söngvara ætti að syngja það: blandaður kór, karla-
kór eða einsöngvari. Þetta hefði getað bundið hendur tónskáld-
anna óþarflega mikið en flest þeirra tóku lítið mark á forskrift
skáldsins. Slíkt er síst undrunarefni þegar þess er gætt að stund-
um eru tillögur Davíðs alveg á skjön við eðlilega framvindu marg-
þátta tónlistarverks. Sem dæmi má nefna að Davíð leggur til að
lokaþátturinn, „Rís íslands fáni", skuli sunginn af karlakór. Hætt
er við að slíkur kafli yrði áhrifalítill hápunktur eftir söng kórsins
alls í kaflanum á undan, enda fór aðeins eitt tónskáldanna eftir til-
mælum skáldsins í þessu tilviki.
Eftir því sem nær dró fresti til að taka þátt í keppninni jókst for-
vitni um hverjir myndu senda inn tónverk sín. í vikuritinu Braut-
inni var fullyrt í ágústlok 1929 að Jón Leifs yrði meðal þátttakenda
ásamt þeim Bjarna Þorsteinssyni, Björgvin Guðmundssyni, Emil
Thoroddsen, Páli ísólfssyni, Sigurði Þórðarsyni og Þórarni Jóns-
39 Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, Reykjavík
20. desember 1928.
40 Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, Dresden 9.
janúar 1929.