Saga - 2002, Page 188
186
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
syni.41 Virðist sem blaðið hafi haft nokkuð öruggar heimildir fyrir
þessari frétt sinni því að öll tónskáldin voru með verk í smíðum
og öll áttu eftir að senda inn verk sín nema Jón Leifs. Nokkrum
vikum síðar skrifaði hann undirbúningsnefndinni eftirfarandi lín-
ur:
Háttvirta nefnd! Því miður get eg ekki tekið þátt í samkepninni
um tónsmíð við Þingvallaljóð Davíðs Stefánssonar. Að vísu hef
eg í smíðum kantötu fyrir blandaðan kór og litla sinfóníuhljóm-
sveit við sjö kvæði úr hátíðarljóðum Davíðs, en eg hefi ekki get-
að starfað að tónsmíðum um sumarmánuðina og verður verkið
ekki fullklárað fyrr en í desember, sennilega. Skyldi nefndin
óska að láta athuga verk mitt, þá er það velkomið og nægja í
rauninni þeir kaflar, sem nú eru fullgerðir í partitur, til að gefa
hugmynd um tónstílinn og gildi verksins.42
Bréf Jóns var tekið fyrir í tónlistarnefndinni 27. september og tjáði
framkvæmdastjóri nefndarinnar að boði Jóns „væri sjálfsagt að
taka og lofaði hann að sima Jóni þegar, að hann sendi handrit sitt
til sendiráðs íslands í Kaupm.höfn".43 Jón virðist hafa haft fullan
hug á að senda fyrstu þrjá þætti kantötu sinnar til Kaupmanna-
hafnar. Þann 9. október barst sendiráðinu þar bréf Jóns með fyrir-
spurn um hvort það væri tilbúið að veita handriti hans móttöku.
Sendiráðið sagðist engin fyrirmæli hafa fengið um slíkt en hins
vegar væri Sigfús Einarsson væntanlegur þangað innan skamms
og myndi þá væntanlega taka við handritinu við komuna.
Kantötudómnefndina skipuðu þrír tónlistarmenn: Sigfús Ein-
arsson, Haraldur Sigurðsson píanóleikari og Carl Nielsen, þekkt-
asta tónskáld Dana. Alls bárust dómnefndinni sjö kantötur og
voru höfundar þeirra Bjarni Þorsteinsson, Emil Thoroddsen, Sig-
urður Þórðarson, Björgvin Guðmundsson, Helgi Sigurður Helga-
son (söngkennari í Los Angeles), Páll ísólfsson og Þórarinn Jóns-
son. Þegar Sigfús Einarsson hélt til Kaupmannahafnar á fund
Carls Nielsens í október 1929 var hann aðeins með fimm tónsmíð-
ar í farteskinu. Páll sendi kantötu sína beint til sendiráðsins i
Kaupmannahöfn um miðjan október en kantata Þórarins Jónsson-
41 „Hátíðasöngur Alþingishátíðarinnar", Brautin 27. ágúst 1929, bls. 2.
42 ÞÍ. E. 101.8. Bréfasafn Sigfúsar Einarssonar. Jón Leifs til Undirbúnings-
nefndar Alþingishátíðar, Travemúnde 13. september 1929.
43 ÞÍ. E. 101.8. Dagbók Sigfúsar Einarssonar vegna Alþingishátíðarinnar.