Saga - 2002, Page 190
188
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
Þegar endanleg gerð kantötu Jóns er skoðuð er hvergi að sjá að
Jón hafi við smíði hennar tekið í nokkru tillit til þeirra takmörk-
uðu krafta sem hér voru til staðar við flutning á slíku verki. Hins
vegar er fróðlegt að skoða hvernig fyrstu hugmyndir Jóns um
hljóðfæraskipan verksins þróuðust. Kantata Jóns er samin fyrir
litla sinfóníuhljómsveit: piccoloflautu, flautu, óbó, enskt horn, tvö
klarinett, tvö fagott, tvö horn, tvo trompeta, slagverk og strengi.
Af fyrstu raddskrárdrögum að upphafi kantötunnar má hins veg-
ar ráða að þegar Jón hóf smíði hennar hafi hann ætlað sér að not-
ast við „non obbligato" undirleikshóp í verkinu auk hinnar eigin-
legu hljómsveitar. Þessi hljóðfæraflokkur átti að vera skipaður
tveimur hornum, tveimur trompetum, þremur básúnum, túbu,
harmóníum og píanói, og var honum væntanlega ætlað að styðja
við söngraddirnar ef í ljós kæmi að kórinn væri ekki nægilega vel
röddum búinn til að geta sungið verkið óstuddur. Varla er hægt að
hugsa sér annað en að með þessari ráðstöfun hafi Jón viljað að ein-
hverju leyti koma til móts við aðstæður hér heima og stuðla
þannig að því að íslenskur kór gæti ráðist í að syngja kantötu
hans. Þar sem hann fylgdi hugmyndinni hins vegar ekkert eftir
virðist þó sem honum hafi, þegar til kom, reynst ómögulegt að
slaka á listrænum kröfum sínum með það fyrir augum að geta
bjargað íslenska söngfólkinu í land ef illa færi.
En hvað olli því að Jón hætti við að senda kantötu sína í keppn-
ina? Þar kom aðallega tvennt til. Annars vegar urðu erfiðar per-
sónulegar aðstæður þess valdandi að smíði kantötunnar dróst ur
hömlu svo að útilokað var fyrir Jón að ljúka verkinu innan settra
tímamarka. Hins vegar virðist sem Páll hafi dregið úr honum
kjark á úrslitastundu (um það leyti sem Jón var að búa sig undir
að senda fyrstu þrjá þætti verksins til Kaupmannahafnar) og að
ummæli Páls um verkið hafi ráðið úrslitum um hvernig fór um
þátttöku Jóns í keppninni.
Árið 1929 var Jóni og Annie viðburðaríkt þótt sjaldan væri af
góðu.45 í janúar veiktist Snót dóttir þeirra hjóna af skæðri influ-
ensu og var milli heims og helju í nokkrar vikur. Þann 2. apríl lést
Þorleifur faðir Jóns eftir langvinn veikindi og stuttu síðar fluttist
45 „Þetta þrettánda ár mitt í Þýzkalandi hefir verið erfiðast", skrifaði Jon
móður sinni undir lok ársins. Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Lei
til Ragnheiðar Bjarnadóttur, Travemiinde 17. október 1929.