Saga - 2002, Page 193
HETJUR STYRKAR STANDA
191
Kæri Páll! í gömlum plöggum fann eg lag það sem eg sendi þér
hérmeð. Það er skrifað í nýíslenskum sætabrauðsstíl, og eftir
beiðni Einars Benediktssonar. Ég leyfi mér hátíðalega [svo] að
spyrjast fyrir um hvort söngnefndin 1930 vill nota þetta lag til
söngs á Þingvöllum þá. Ég mundi þá setja það út eins og þið
óskið, annaðhvort fyrir karlakór eða blandaðan kór, en helst fyr-
ir lúðrasveit.51
Lagið var Minningaland op. 27 nr. 3, sem Jón samdi í Baden-
Baden veturinn 1927-28. Ekki er vitað hvort eða hverju Páll svar-
aði, en lag Jóns var ekki á dagskrá kórtónleikanna sem fram fóru
á hátíðinni.
Breytta framkomu Jóns má kannski einnig skýra með því að það
var Páll Isólfsson sem tók að sér að sjá um tónlistarflutninginn við
útför Þorleifs í Dómkirkjunni í apríl 1929. Eins og fjölskyldan öll
var Jón honum afar þakklátur fyrir aðstoðina og má vera að Jóni
hafi ekki þótt taka því að leggja út í samkeppni við Pál eins og
niálin stóðu - síst af öllu þegar honum virtist ljóst að verk Páls,
sem er í rómantískum óratóríustíl í anda Mendelssohns og Elgars,
myndi falla dómnefndinni afar vel í geð. Hins vegar átti Páll engu
að síður nokkurn þátt í þeirri ákvörðun Jóns, sem virðist hafa ver-
ið tekin á síðustu stundu, að senda ekki verk í keppnina. Jón lýsti
atburðunum frá sínum sjónarhóli tæpu hálfu ári eftir að hátíðin
sjálf var afstaðin:
Greinilega þóttist eg sjá Páls innra mann, þegar eg hitti hann í
Lubeck um þetta leyti í fyrra. Eitthvað það fyrsta, sem hann
sagði mér, var að þjóðlagaheftið mitt, sem hann hafði litið í væri
/,bara svínarí". Svo sýndi eg honum tvo eða þrjá kafla úr kant-
°tu minni, sem þá var í smíðum og þá sagði hann strax, án þess
að athuga kaflana til hlýtar [svo]: „Þetta verk mundi eg aldrei
vilja æfa". Þá skildi eg hvernig í öllu lá og hætti við að senda
//dómnefndinni" kaflana, eins og [eg] var hálfpartinn að hugsa
Um- Annars var Páll þarna þó að minnsta kosti opinskárri, en
ella.52
i Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, Baden-
Baden 15. apríl 1929.
* Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Ragnheiðar Bjarnadóttur,
Travemiinde 26. nóvember 1930.