Saga - 2002, Page 199
HETJUR STYRKAR STANDA
197
m væri sinfóníuhljómsveit en ekki það sem oft er nefnt „salon-
hljómsveit".59 Jón Leifs var fljótur að svara þessari fullyrðingu og
utskýrði hvað á vantaði til að sveitin gæti talist fullskipuð kamm-
ersveit, hvað þá meira. Hér var hann enn að reyna að afla hug-
uiynd sinni um hljómsveitarheimsókn 1930 fylgis og benti á að
uieð slíkri heimsókn gætu heimamenn lært ýmislegt af erlendu
hljóðfæraleikurunum:
Það má heita undarleg hræðsla, ef „íslenskir listfrömuðir" reyna
fyrir alvöru að þvergirða fyrir, að færustu erlendir hljómleik-
endur og erlend hljómsveit kenni þeim og ýti undir framfarirn-
ar- Slík þverúð væri um leið hin óhyggilegasta skammsýni, því
að seinasta vörnin, þjóðernisyfirskinið, mun ekkert stoða til þess
að hefta eðlilega framþróun í þessari listgrein. Annars er um
þriðjungur meðlimanna í Hljómsveit Reykjavíkur einmitt
útlendingarl Það gr ófrétt um að nokkur maður hafi fundið neitt
athugavert við það.60
Wikil áhersla var lögð á að æfa Hljómsveit Reykjavíkur sem best
ryrir Alþingishátíðina og má ráða af þeim mikla undirbúningi
ráðist var í að hljómsveitin hafi ekki verið ýkja burðug fyrir.
un fékk m.a. styrk til að ráða erlenda hljóðfærakennara og síðla
ars W29 var dr. Franz Mixa fenginn frá Austurríki til að hafa um-
s]°n með æfingum sveitarinnar í Hljómskálanum.
hngar leið að hátíðinni þótti hins vegar ljóst að þrátt fyrir allan
undirbúninginn var Hljómsveit Reykjavíkur ekki nægilega vel í
riakk búin til að takast á við hljómsveitarleikinn á Þingvöllum.
'8 ús Einarsson hafði leitað hófanna hjá dönskum hljóðfæraleik-
Urum þegar hann stjórnaði hluta Þingvallakórsins á norrænu kóra-
muh í Kaupmannahöfn 1929 og fengið nokkuð góðar undirtektir.61
Wkum var það þó Haraldur Sigurðsson sem sá um að ráða
59
60
61
Jún Laxdal, „Hljómsveitir", Morgunblaðið 14. desember 1927, bls. 2. Grein-
ln Var svar við samnefndri grein Jóns sem birtist í blaðinu þremur dögum
aður. Þar sagði hann Hljómsveit Reykjavíkur (og salon-hljómsveitir yfir-
) vera dæmi um „ólistrænan samleik", því þar væri „gengið þannig frá
notunum, að það má leika öll verk með hvaða hljóðfærafjölda sem vill og
nokkurnveginn hvaða skipulagi sem vill" (Morgunblaðið 11. desember
1927, bls, 7).
Us "riljómsveit Reykjavíkur", Alþýöublaðið 24. apríl 1928, bls. 3.
s- Bréfasafn Páls ísólfssonar. Sigfús Einarsson til Páls ísólfssonar, Kaup-
mannahöfn 4. júní 1929.