Saga - 2002, Page 201
HETJUR STYRKAR STANDA
199
Ekki verður betur séð en að Páll sé að bjóðast til að flytja verk Jóns
sem sárabót fyrir hvernig fór með kantötukeppnina. Páll hafði
lengi vitað af verkinu sem Jón hafði í smíðum og má segja að hann
hafi kveikt hugmyndina að því meira en áratug áður. Þegar báðir
voru við nám í Leipzig var það Páll sem kynnti landa sinn fyrir
meistaraverkum orgelbókmenntanna. Meðal verkanna á efnisskrá
hans voru hin fræga c-moll passacaglía Bachs og f-moll passa-
caglía Max Regers. í tónsmíð Jóns má heyra greinileg áhrif beggja
verkanna og ekki er heldur ósennilegt að f-moll passacaglía Páls
(sem upphaflega var samin fyrir orgel en síðar færð í hljómsveit-
arbúning) hafi orðið til á svipuðum tíma og verk Jóns. Auk þess
að kynna Jón fyrir þessum miklu orgelverkum hvatti Páll hann
beinlínis til tónsmíðanna: „Seinna í vetur hef jeg í huga (zwischen
uns) að fara til Ameriku og halda þar orgelkonzerta. Komponer-
aðu því volduga passacagliu yfir íslenskt motiv handa mjer að
æfa."63 Ekki varð þó af Ameríkuförinni, sem Jóni þótti raunar hin
mesta firra og fann ýmislegt til foráttu. Passacaglían lá ókláruð í
nokkur ár enn og var hennar getið af og til í bréfaskiptum þeirra
félaganna. Jón ætlaði sér stóra hluti með hinu nýja verki sínu og
gerði sér fulla grein fyrir væntanlegri sérstöðu þess meðal
íslenskra tónbókmennta. Til dæmis skrifaði hann í bréfi til Páls
árið 1928:
Eg hefi ekki enn klárað orgelverkið op. 7 með orkestri, en það er
eitt af vönduðustu verkunum, sem eg hefi samið. Þetta verk
rnun veita þér það færi, sem þú annars hefðir ekki, til þess að
representera ísland í list þinni.64
flutti eldri forleik Jóns, Grátandi kem ég nú, Guð minn, til þín, í Dómkirkj-
unni 18. okt. 1925 (á sameiginlegum tónleikum Páls og Emils Telmányi).
Síðarnefnda verkið hlaut óvenjugóðar viðtökur gagnrýnenda. M.a. skrif-
aði Árni Thorsteinson í Morgunblaðið að það væri „fagurt og vel gjört; það
er með sjerkennilegum blæ, og væri gott að fá að heyra það aftur við næsta
kirkjuhljómleik. Á öllu því sem hr. Jón Leifs semur er sá nýtískublær í allri
meðferð, að full þörf er á því að heyra það oftar en einu sinni. Við nánari
kynni hygg ég að flestir megi finna fegurð og snilli í þessum sálmaforleik
hans" (Ámi Thorsteinson, „Síðustu kirkjuhljómleikamir", Morgunblaðið
20. október 1925, bls. 3).
63 Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Páll ísólfsson til Jóns Leifs, Reykjavík
8- ágúst 1923.
64 Lbs. Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs. Jón Leifs til Páls ísólfssonar, Baden-
Baden 30. maí 1928.