Saga - 2002, Page 204
202
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
við Pál ísólfsson þótt endursögn Jóns á samtali þeirra bendi til
þess að það hafi að nokkru ráðið úrslitum um ákvörðun hans þeg-
ar til kom. Þegar sköpunarsaga Þjóðhvatar er skoðuð verður einn-
ig að taka tillit til ýmissa persónulegra þátta sem áttu ekki síður
sinn hlut í því að Jón ákvað að hverfa frá keppninni.
Eins og raunar allur tónlistarflutningur á Alþingishátíðinni varð
kantötukeppni íslenskra tónskálda aflvaki í íslensku tónlistarlífi-
Aldrei áður hafði þvílíkur fjöldi íslenskra tónskálda tekið sér svo
stórt verkefni fyrir hendur og mörg þeirra fengu aldrei aftur slíkt
tækifæri. Verðlaunaverk Páls ísólfssonar var vel fallið til flutnings
á Alþingishátíðinni 1930. Þættir úr verkinu hafa lifað með þjóð-
inni æ síðan og léð merkum stundum í sögu landsins aukinn
hátíðarblæ. Kantata Jóns Leifs er hins vegar af allt annarri stærðar-
gráðu, fyrsta meistaraverk ungs ofurhuga sem hafði loks fundið
rödd eigin þjóðar í tónsköpun heimsins. Því þarf engum að koma
á óvart að Jón skuli hafa hætt við þátttöku í kantötukeppninni
1930 og þess í stað kosið að eiga dóm sinn undir síðari kynslóðum-
Hann vissi sem var að þar ætti hann sigurinn vísan.
Heimildir
Óprentaðar heimildir
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, Lbs.-Hbs.
Árni Heimir Ingólfsson, Jón Leifs and the Organ Concerto, B.Mus.-ritger^'
Oberlin Conservatory of Music, 1997.
Bjarki Sveinbjörnsson, Tónlistin á íslandi á 20. öld, með sérstakri áherslu á upp
haf og þróun elektrónískar tónlistar á árunum 1960-90, Ph.D.-ritger '
Háskólanum í Álaborg, 1997.
Hillenstedt, Michael, Das „islándische" als ástetische Komponente in 0er
Musik von Jón Leifs, M.A.-ritgerð, Hamborgarháskóla, 1990.
Sif Sigmarsdóttir, Ómstríð hljómkviða umbótanna. Af samskiptum Jóns L
og Páls ísóifssonar, B.A.-ritgerð, Háskóla íslands, 2001.
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn - þjóðdeild
- Tónleikaskrár 1920-1935.
Landsbókasafn íslands - handritadeild, Lbs.
- Bréfasafn Halldórs Laxness.
- Bréfa- og nótnasafn Jóns Leifs.
- Bréfasafn Páls ísólfssonar.