Saga - 2002, Page 210
208 .
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
nám, og hins vegar í Dómkirkjunni (og síðar einnig í Fríkirkjunni)
í Reykjavík, þar sem blandaðir kórar voru starfræktir. Þetta er í
samræmi við það sem tíðkaðist annars staðar í Evrópu á 19. öld.
Kórsöngur sem hluti alþýðumenningar, þar sem fólk með litla
tónlistarmenntun fær tækifæri til að láta eigin rödd verða hluta af
stórri listrænni heild, er sprottinn úr hugmyndum 19. aldarinnar
um alþýðumenntun og einstaklingsfrelsi. Þetta átti auðvitað jafnt
við um blandaða kóra og karlakóra. Hins vegar var blönduðum
kórsöng yfirleitt gert hærra undir höfði en samkynja söng, enda
eru verk fyrir blandaðan kór meðal hápunkta vestrænnar tón-
sköpunar. Carl Dahlhaus, einn fremsti fræðimaður 20. aldarinnar
á sviði rómantískrar tónlistar, hefur bent á að í Þýskalandi hafi
svokölluð Singakademien (þ.e. blandaðir kórar, oft í samstarfi við
hljómsveit) haft göfugri listræn markmið - og þ.a.l. verið gert
hærra undir höfði - en karlakórarnir, sem nefndust Liederkrcinze?
Ekki er annað að sjá en svipaður stigsmunur hafi verið gerður her
á landi. Karlakórar sungu léttmeti eftir lítt þekkta höfunda, en
jafnvel skammlífustu blönduðu kórarnir höfðu þætti úr meistara-
verkum tónbókmenntanna á söngskrám sínum.
Þótt Inga Dóra láti í það skína að blandaður kórsöngur hafi vart
tíðkast í Reykjavík nema í undantekningartilfellum fyrr en nokk-
uð var liðið á 20. öldina voru blandaðir kórar þegar farnir að láta
til sín heyra fyrir aldamótin 1900, jafnt innan sem utan kirkju-
veggjanna. Síðla árs 1874 greindi blaðið Þjóðólfur frá því að Jónas
Helgason dómorganisti og stjórnandi Söngfélagsins Hörpu (sem
var karlakór) hafi „nýlega byrjað að kenna nokkrum stúlkum
söng, og á hann þökk og heiður skilið [svo] fyrir þetta starf sitt ■
Sama haust tók til starfa söngfélag skipað „námsmönnum °8
heldri stúlkum" undir stjórn Einars Guðjohnsens. Var það að öll
um líkindum fyrsti blandaði sönghópurinn sem hóf formlega stor
á landinu, að kirkjukórum undanskildum. Hópurinn þótti skip3 4^
ur „allgóðum söngmönnum" en ekki er vitað til þess að hann ha
haldið sjálfstæða tónleika. Ekki varð hann heldur langlífur þar
sem starfsemin lagðist af þegar stjórnandinn tók við starfi héraðs
læknis á Vopnafirði 1876.5
3 Carl Dahlhaus, Die Musik des 19. jahrhunderts, bls. 161.
4 „Fjelög í Reykjavík", Þjóðólfur 17. desember 1874, bls. 21. ^ |
5 Páll Eggert Ólason, íslenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1
bls. 352. Höfundur kann Jóni Þórarinssyni bestu þakkir fyrir ábendingu