Saga - 2002, Page 213
KONUR, KARLAR OG KÓRSÖNGURINN
211
vissulega athyglisvert í ljósi þess að Inga Dóra heldur því fram að
karlmenn hafi verið tregari en konur til slíkrar samvinnu, þótt
dæmin sem nefnd hafa verið hér að ofan gefi annað til kynna.
A tónleikunum 1912 kom í fyrsta sinn fram opinberlega ungur
orgelleikari sem þá stundaði nám hjá Sigfúsi, Páll ísólfsson. Þegar
Páll sneri heim frá námi í Leipzig 1921 stóð hann fyrir endurreisn
blandaðra kórtónleika í Dómkirkjunni, sem virðast að mestu hafa
lagst niður eftir tónleikana 1912. Þessi tónleikaröð Páls var einn
merkasti þátturinn í tónlistarlífi bæjarins næsta áratuginn. f apríl
1921 stjórnaði Páll tónleikum þar sem blandaður kór flutti tvo
þætti úr Þýsku sálumessunni eftir Brahms, lokakórinn úr
Mattheusarpassíu Bachs og Hallelúja-kórinn úr Messíasi, og voru
allir þættirnir sungnir í íslenskum þýðingum sr. Friðriks Friðriks-
sonar. Tónleikarnir vöktu athygli menningarþyrstra bæjarbúa og
v°ru þeir haldnir fyrir fullri kirkju sjö sinnum. Tveimur árum síð-
ar stjórnaði Páll tónleikum þar sem 60 manna kór söng Jarðar-
fararsönginn op. 13 (með píanó- og harmóníum-undirleik) og
þætti úr Þýsku sálumessunni eftir Brahms, kafla úr Méssíasi
Hándels og Stabat Mater eftir Dvorák.12 Stærsti viðburðurinn af
þessum toga hlýtur þó að teljast kórsöngur í Fríkirkjunni 10.
febrúar 1926, undir stjórn Páls. Þar söng 40 manna blandaður kór
við undirleik 20 manna hljómsveitar kafla úr Þýsku sálumessunni
brahms, og Jarðarfararsöngurinn op. 13 var fluttur með undirleik
aði Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður (og einn helsti menningarfrömuður
Reykjavíkur á síðustu áratugum 19. aldar) drengjakór haustið 1890 sem
gefið var nafnið Vonin. Hópurinn starfaði í nokkur ár undir stjórn Brynj-
ólfs Þorlákssonar dómorganista og hefur væntanlega átt að glæða fegurð-
artilfmningu hjá efnilegum piltum bæjarins. í kórnum voru 18 drengir og
var Sveinn Björnsson, síðar forseti, einn þeirra (sjá Lúðvík Kristjánsson, Úr
heitnsborg í Grjótaþorp I, bls. 219-22). Það er ekki úr vegi að geta þess að þótt
óorlákur Johnson hafi verið dyggur stuðningsmaður karlakóra höfuðstað-
arms (bæði Söngfélagsins Hörpu og Söngflokks Lærða skólans) og lagt sitt
af mörkum til að efla söngstarf meðal ungra pilta var hann jafnframt einn
otulasti hvatamaður íslenskrar kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttu (Lúðvík
Rr'stjánsson, Úr Heimsborg í Grjótaþorp I, bls. 274-86).
Auk kirkjutónleikanna í Dómkirkjunni héldu blandaðir sönghópar tón-
leika í samkomuhúsum bæjarins, þótt starf þeirra væri iðulega stopult.
Ekki er rúm til að geta þeirra allra en þó má nefna að árið 1920 kom Jónas
Tórnasson upp blönduðum kór til að flytja þætti úr kantötu sinni Streng-
leikum (við ljóð Guðmundar Guðmundssonar) og öðrum kórlögum eftir