Saga - 2002, Page 214
212
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
lúðrasveitar (eins og tónskáldið ætlaðist til). Þó skal þess getið að
enginn umræddra kirkjutónleika var eingöngu helgaður kór-
tónlist, heldur voru þeir ævinlega haldnir í samvinnu við hljóð-
færaleikara og einsöngvara sem tóku að sér hluta tónleikanna.
A fundi söngmálanefndar í júní 1928 var samþykkt tillaga þess
efnis að komið yrði á stofn a.m.k. 100 radda blönduðum söng-
flokki til að sjá um kórsöng á Þingvöllum á Alþingishátíðinni
1930. Þrátt fyrir mikinn uppgang í blönduðu kórstarfi í höfuð-
staðnum gekk ekki vandræðalaust að manna hinn nýja kór. Af 138
konum sem sóttu um inngöngu voru valdar 60, en af 35 karl-
mönnum sem buðu sig fram reyndust aðeins þrír brúklegir.13 Þvi
var leitað til þriggja karlakóra í Reykjavík um samstarf. Einn þeir-
ra, Söngfélag stúdenta, svaraði ekki fyrirspum nefndarinnar en
hinir tveir, Karlakór Reykjavíkur og Karlakór K.F.U.M., vildu að-
eins taka þátt í fyrirtækinu sem sjálfstæður hópur innan kórsins.
Eftir miklar samningaumleitanir var Karlakór K.F.U.M. ráðinn til
söngsins gegn greiðslu og þar með hafði verið stofnaður stærsti
blandaði kór á Islandi fram til þess dags, rúmlega 100 manna
Þingvallakór.14 Þótt lífdagar Þingvallakórsins takmörkuðust við
hátíðarhöldin á Þingvöllum í júlímánuði 1930 gætti áhrifa hans
löngu eftir að hátíðinni lauk. Hér var ekki aðeins um að ræða
stærsta blandaðan kór sem sungið hafði á íslandi heldur einnig (a f
samtímaumsögnum að dæma) þann best æfða. Starfsemi hans gaf
hann sjálfan („Hljómleikar", Morgunblaöið 4. apríl 1920, bls. 2). Þetta voru
einu tónleikamir í höfuðstaðnum þennan vetur, svo að ljóst er að karía
kóramir hafa a.m.k. ekki ávallt verið jafniðnir og Inga Dóra heldur frarri’
Jónas hafði áður stofnað söngfélagið Glymjanda á ísafirði, sem starfaði a
ámnum 1913-16. Glymjandi var 20 manna blandaður kór sem hafði á efms
skrá sinni óvenju krefjandi verkefni, m.a. veraldleg kórverk eftir K°D
Schumann.
13 Sigrún Gísladóttir, Sigfús Einarsson tónskáld, bls. 123-24. ^r
14 Viðurnefnið „Þingvallakórinn" festist strax við þennan nýja biandaða
Alþingishátíðarinnar. Inga Dóra Bjömsdóttir fer því með rangt mál í Sre'
sinni (bls. 29) þegar hún segir Þingvallakórinn hafa verið karlakór. H ^
arkór Sambands íslenskra karlakóra söng að sönnu á Alþingishátíðinn'
sá kór var nefndur „Landskórinn" til aðgreiningar. í honum voru 11
þrjú hundruð söngvarar, en þó var hlutverk hans á hátíðinni sýnu léttvsS^
ara en Þingvallakórsins. Það var ekki fyrr en á lokadegi hátíðarinnar
Landskórinn hélt tónleika sína. Ekki hafa þeir verið langir, því að a
sex lög vom á efnisskránni. Sum þeirra þurfti þó að endurtaka eftir g