Saga - 2002, Page 216
214
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
burði karlakóra í sönglífi íslendinga fyrir og um aldamótin 1900
eru ekki á rökum reistar. Það uppbyggingarstarf sem unnið var
við söngmenntun þjóðarinnar á þessum árum snerist hvorki um
réttindi né völd, og tengdist ekki sjálfstæðisbaráttu landans nema
að takmörkuðu leyti og þá óbeint. Starfið snerist fyrst og fremst
um þá viðleitni tónlistarmanna og listunnenda að Island mætti
eignast hlutdeild í því sem hæst bæri í tónsköpun vestrænna
þjóða. Til að svo mætti verða þurfti að undirbúa jarðveginn eftir
því sem aðstæður og kraftar leyfðu. Þar sem hljóðfæraleikur var
skammt á veg kominn var beinasta leiðin að þessu marki að efla
kórstarf meðal landsmanna, kvenna jafnt sem karla. Vart er hægt
að búast við að nokkur þeirra frumkvöðla sem hér störfuðu að
söngmálum á síðari hluta 19. aldar hafi getað gert sér í hugarlund
þvílíkum framförum tónlistarlíf í landinu myndi taka á ekki lengri
tíma en þeim sem síðan er liðinn. Að saka þá um að hafa viljað
gera hlut kvenna í sönglífi þjóðarinnar sem minnstan er ómakleg
tilraun til að gera lítið úr merkum kafla í sögu tónlistar á íslandi,
enda segja heimildirnar sjálfar allt aðra sögu.
Heimildir
Óprentaðar heimildir
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn, Lbs.-Hbs.
- Þjóðdeild. Smáprent 1880-1890.
- Þjóðdeild. Tónleikaskrár 1900-1930.
Prentaðar heimildir
Brynjólfur Tobíasson, Þjóðhátíðin 1874 (Reykjavík, 1958).
Dahlhaus, Carl, Die Musik des 19. Jahrhunderts (Wiesbaden, 1980).
„Fjelög í Reykjavík", Þjóðólfur 17. desember 1874, bls. 21.
Hallgrímur Helgason, Tónskáld og tónmenntir (Reykjavík, 1993).
„Hljómleikar", Morgunblaðið 4. apríl 1920, bls. 2.
Inga Dóra Björnsdóttir, „Hin karlmannlega raust og hinn hljóðláti máttur
kvenna. Upphaf kórsöngs á íslandi", Saga 39 (2001), bls. 7-50.
Jón Þórarinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Reykjavík, 1969).
Lúðvík Kristjánsson, Úr heimsborg í Grjótaþorp. Ævisaga Þorláks Ó. Johnson, y
bindi (Reykjavík, 1962).