Saga - 2002, Page 222
220
ÁRNI BJÖRNSSON
merkilega rakið dæmi um íslenska þjóðvitund allar götur frá 12.
öld og fram á 18. öld.6 Lengi vel báru menn sig auk þess einkum
saman við norska og jafnvel enska eða þýska menn. Danir koma
fremur seint inn í þann mannjöfnuð.
Til marks um nákvæmni fyrirlesarans er svohljóðandi tilvitnun
í upphafslínur að frægu ljóði eftir Snorra Hjartarson (bls. 3); „þjóð,
menning og tunga þrenning sönn og ein" sem í reynd hljóma svo:
„Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein".7 8
Að lokum skal bent á ónákvæmar þýðingar á tveim klausum i
ferðabæklingi frá 1994 sem eiga að sýna fram á þjóðrembu síðustu
ára (bls. 5): „Ráðandi stétt var norræn, svo bæði tungumálið og
menningin voru af hreinum norrænum uppruna frá byrjun". I
bæklingnum stendur: „The ruling class was Nordic, so that both
the language and culture were purely Scandinavian from the out-
set" (leturbr. ÁB). Hér væri réttara að þýða ,purely' sem ,alger'
lega' fremur en ,hreinn'.
Strax á eftir segir: „Blöndun norrænna og keltneskra frumþátta
skýrir að hluta til þá staðreynd að íslendingar einir norrænna
þjóða sömdu stórfenglegar bókmenntir á miðöldum." I bæklingH'
um stendur: „The early blending of Nordic and Celtic elements
may partly explain the fact that the Icelanders, alone of all the
Nordic peoples, produced great literature in the Middle AgeS
(leturbr. ÁB). Hér er sleppt að þýða orðið ,may' svo úr verður full'
yrðingin ,skýrir' í stað ,gæti skýrt'. Ekki þarf nema eitt orð til a
breyta blæ heillar setningar. Ósagt skal látið hvort þessi dæm1
stafa af ásetningi eða flumbruskap.
Þórbergur Þórðarson sagði eitt sinn aðspurður að sér væri ekki
annara um íslenskt mál en aðrar mállýskur sem kallaðar væru
þjóðtungur; hann hefði hinsvegar alltaf viljað reyna að vera van
virkur. Þetta væri ástæða þess að hann legði sig fram um að r>ta
góða íslensku og vildi leiðbeina öðrum í því efni. Þetta er líkleg3
kjarni málsins. Málrækt stafar ekki af neinni þjóðrembu e
andúð á öðrum tungumálum, heldur öðru fremur af vandvirkn'
sem andstæðu við hirðuleysi.
6 Gunnar Karlsson, „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öldum ,
141-78.
bls-
7 Snorri Hjartarson, Kvæði 1940-1966, bls. 72.
8 lceland, Country and People, bls. 11.