Saga - 2002, Page 229
HVAÐ ER (Ó)VILJI?
22 7
20. aldar" (bls. 5). Sanngjarnt væri reyndar að geta þess að Guð-
mundur Hannesson gerði svofellda athugasemd við endursögn
sína í greininni „Norræna kynið":
Vfirlit þetta er samið að miklu leyti eftir Dr. Hans F.K. Gíinther:
Rassenkunde des deutschen Volkes. Munchen 1923. ... Sennilega
dregur höf. þessi helst til taum norræna kynsins. ... Þó ýmislegt
sje að athuga við skoða'nir þær, sem hjer er haldið fram, þótti lík-
legt, að fróðlegt væri fyrir oss að kynnast þeim.16
Fólk sem man árin milli stríða fullyrðir að andúð á útlendingum
hafi verið lítt þekkt, þeim hafi fremur verið mætt með jákvæðri
forvitni. Erlendum ferðalöngum var hvarvetna tekið af mikilli
gestrisni og tónlistarmenn frá Mið-Evrópu voru einkar vel séðir.
Ef nokkuð var þótti fremur upphefð að því á þessum árum að
Eynnast hvað þá giftast útlendingi. Óbeit á blóðblöndun var
naumast til umræðu. Enda þótt andstaða við dönsk yfirráð væri
dkjandi kom það ekki persónulega niður á dönsku fólki, jafnvel
þótt það gæti aldrei lært íslensku!17
Líklega er meira að marka það sem hinn fjölmenntaði heims-
Eorgari Ólafur Hansson sagnfræðingur lét eitt sinn fjúka. Hann
Eafði mikið yndi af að fræða nemendur um alþjóðaorð. Eitt sinn
Var hann að kynna okkur grísku orðin xenomani (dekur við út-
E'ndinga) og xenofobi (andúð á útlendingum). „Og hvort haldið
þið að eigi nú betur við íslendinga?" Smáþögn. Svo botnaði Ólaf-
Ur: /,Auðvitað xenomani. íslendingar hafa alltaf legið hundflatir
fyrir öllu því sem útlent er."
Ekki fer samt milli mála að ógeðfelld kynþáttahyggja ásamt
Þjóðrembu þekktist meðal nokkurra íslendinga á þriðja áratugn-
Urn rétt eins og í öðrum löndum. Kannski mætti bæta við Alþingis-
tátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar 1930 þar sem „Þér landnemar
slands af konunga kyni" eru ávarpaðir. Á fjórða áratugnum bar
sk>an mikið á hinum fámenna nasistaflokki. Og alltaf má búast við
busum af þessum toga frá drukknum manni á bjórkrá eða fót-
oltavelli. Ekki er hinsvegar réttlátt að gefa þeirri skoðun undir
°tinn að meirihluti þjóðarinnar hafi verið eða sé á sömu skoðun
Guðmundur Hannesson, „Norræna kynið", bls. 140.
óf mönnum sem enn eru á lífi nefni ég sem dæmi Helga Hálfdanarson, f.
19ll< Einar B. Pálsson, f. 1912, Óskar B. Bjarnason, f. 1912, Jón Þórarinsson,
f' 1917, Hilmar Foss, f. 1920, Halldór J. Jónsson, f. 1920.