Saga - 2002, Page 238
236
TORFI K. STEFÁNSSON HJALTALÍN
að að ástæðulausu. Það er á dönsku og hefst þannig: „Endskjöndt
der i de gamle for Stifamtmændene udstedte Instructioner staaer,
at". Lítið eitt síðar í bréfinu segir: „ligesom ei heller Amtmændene
ere at ansee for subordinerede under Stiftamtmændene".6 Hér
kemur sem sé skýrt fram að amtmennirnir voru engum háðir hér
á landi og er stiftamtmaður nefndur sérstaklega í því sambandi.7
Abending Helga P. Briem er þannig rétt og sýnir að vel er hægt að
byggja á „eftirheimildum". Þá má benda á þessu til áréttingar að
frá árinu 1683, þegar stiftamtmaður varð æðsti embættismaður á
íslandi, og þar til honum var gert að sitja hérlendis (árið 1770) sá
amtmaður um stjórnunina vegna þess að stiftamtmaður sat alltaf
í Danmörku.8 Harald Gustafsson fjallar ekki mikið um samband
stiftamtmanns og amtmanns en vísar til fjórða bindis íslenska
lagasafnsins (um verksvið stiftamtmanns frá árinu 1770).9 Það er
reyndar röng tilvitnun hjá honum. Erindisbréf stiftamtmanns og
amtmanns, frá 15. maí 1770, eru í þriðja bindi þess.10
Einar Hreinsson heldur því einnig fram að nægar heimildir séu
til staðar um verksvið amtmanna þannig að ég hefði getað gert
betur. Hann vitnar í tvær erlendar doktorsritgerðir í því sambandi
og er önnur þeirra eftir Harald Gustafsson. Enn tel ég mig hafa
málsbætur. Eg vitna ekki aðeins í Klemens og Helga heldur einn-
ig í Lovsamling for Island (erindisbréf Stefáns amtmanns frá árinu
1783).11 Þar er stiftamtmaður einungis einu sinni nefndur til sög'
unnar, eða í 12. lið erindisbréfsins sem fjallar um kirkjuleg mál-
efni.12 Einnig á þessu sviði hafa innlendir sagnfræðingar lítið lagt
til málanna og rannsóknarniðurstöður ekki skilað sér í aðgengi'
legar heimildir. Skortur á umfjöllun um stjórnsýsluna frá þessum
tíma er að mínu mati helsta ástæða þess hve mikil óvissa ríkir um
þessi mál. Þar er ekki aðeins við sagnfræðinga að sakast heldur og
einnig stjórnmálafræðinga og jafnvel lögfræðinga. Áhrifa þessara
fræðigreina gætir allt of lítið innan íslenskra fræða.
6
7
8
9
10
11
12
Lovsamling for Island V, bls. 725.
Sjá einnig Klemens Jónsson, „Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður", bls. h-
Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge, ambetsmdn, beslutsprocess och
inflytande pd 1700-talets lsland, bls. 49.
Lovsamling for Island IV, bls. 474.
Lovsamling for Island III, bls. 658-64.
Lovsamling for Island IV bls. 728^40.
Sama heimild, bls. 734-35.