Saga - 2002, Page 239
STIFTAMTMENN, AMTMENN OG FLEIRA FÓLK
237
í bók minni er að finna tilvísun í doktorsritgerð Haralds
Gustafssons.13 Ég vitna einnig í grein hans í ráðstefnuriti íslenska
söguþingsins 1997, einmitt er ég fjalla um áhrif siðaskiptanna á
klaustrin.14 En þegar doktorsritgerð Haralds er skoðuð nánar sést
að umfjöllun hans um samband stiftamtmanns og amtmanns er
ekki mikil. Þar kemur og fram að amtmaður fékk lengi vel (á 18.
öld) að bera „den administativa bördan." Hann segir ennfremur
að erindisbréf amtmanna líkist mjög erindisbréfi stiftamtmanns-
ms í Danmörku og Noregi.15
Þar með hefði ég ekkert þurft að vera að skoða hina doktorsrit-
gerðina sem Einar bendir á, þ.e. þá dönsku. En ég gerði það þó.
Eins og ég hef þegar bent á er höfundur hennar, K.P. Pedersen,
ekki sammála Einari um samband amtmanns við stjórnvöld eins
°g hann heldur fram í ritdóminum. Einar getur heldur ekki leitað
öl hans um samband stiftamtmanna og amtmanna. Pedersen fjall-
ar um þetta samband á nokkrum stöðum og segir fyrst frá því, í
Eafla um það hvort stiftamtmenn og amtmenn hafi verið keppi-
uautar eða samstarfsaðilar, að árið 1722 hafi verið kveðið á um
eftirlitsskyldu stiftamtmanna við amtmenn.16 Árið 1744 jókst vald
arutmanna eftir að það hafði verið takmarkað árið 1736. Árið 1753
urðu deilur um starfssvið þessara embætta. Niðurstaðan varð sú
að stiftamtmaður skyldi skoðast sem venjulegur amtmaður. Hann
ati aðeins fengið sérstök verkefni umfram amtmennina. Peder-
Sen segir sjálfur að þar með hafi valdaröð stiftamtmanns og amt-
urann verið hafnað.17 Hann segir ennfremur að á tímabilinu
1740-84 hafi enginn stiftamtmaður notfært sér hin gömlu lög um
eftirlitshlutverk þeirra gagnvart amtmönnum.18 Þessi óvissa um
galega stöðu sambands embættanna varð síðan að klassísku
eúumáli í lögfræði þess tíma og leiddi til mikilla átaka á 9. ára-
*ug 18. aldar. Þær deilur voru leystar með bættri löggjöf um ömt-
|n ú^ið 1793. Var þá jafnstaða stiftamtmanns og amtmanns endan-
ga staðfest. Þar með var ástæða átakanna fjarlægð. Eftir það var
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Eldur á Möðruvöllum I, bls. 55, nmgr. 43 (sjá
einnig bls. 118).
Sama heimild, bls. 51, nmgr. 8 (sjá einnig bls. 117).
16 ^ara^ Gustafsson, Mellan kung och allmog, bls. 49.
Karl Peder Pedersen, Enevældens amtmænd, bls. 241, nmgr. 266.
Sama heimild, bls. 244-45.
Sartla heimild, bls. 279.