Saga - 2002, Síða 252
250
HERMANN PÁLSSON
þriggja ára fresti, í þeim löndum þar sem stundaðar eru rannsókn-
ir íslenskra fornrita. Síðasta þingið var haldið í Sydney í Astralíu,
en á næsta ári fer þinghaldið fram í Bonn í Þýskalandi, og stýrir
því lærisveinn Hermanns og vinur, Austurríkismaðurinn Rudolf
Simek. Sagnaþingin eru miklir fagnaðar fundir, sóttir að drjúgum
hluta af sama fólkinu hvað eftir annað, með eðlilegri endurnýjun
yngra fólks. - Og í kjölfar sagnaþinganna og til að styrkja þau
hratt Hermann af stokkum svokölluðu Fornsagnafélagi
(International Saga Society) og var kjörinn fyrsti forseti þess á
sagnaþinginu í Toulon 1982.
Hermann var glaðlyndur maður og hvarvetna hinn mesti fagn-
aðarhrókur, orðhagur og orðheppinn í besta lagi og setti gjarna
fram djarflegar eða fjarstæðar staðhæfingar, svo áheyrendur vissu
ógjörla hvort hann mælti í skopi eða alvöru. Þessi gamansemi og
dirfska kom einnig fram í fyrirlestrum hans, enda var hann eink-
ar vinsæll predikari, ólatur að boða fagnaðarerindi íslenskra forn-
rita víða um lönd, allt til Kyrrahafs í vestri og til Japans í austri.
Fræðaverk Hermanns hafa notið þess, bæði í innsæi hans og
framsetningu, að hann var sjálfur skáld. Rit hans Söngvar frá Suð-
ureyjum sem fyrr er getið, þar sem margháttuðum fróðleik um ey]-
arnar er fléttað saman við skáldskapinn, sýnir hvernig þetta
þrennt sameinast í einu brjósti: fræðimaðurinn, þýðandinn og
skáldið, og verður tæplega sundur greint. Þess var áður getið að
Hermann þýddi nokkrar fornaldarsögur, og hálfáttræður að aldri
samdi hann sjálfur einskonar fornaldarsögu sem kallast Finnu-
galdur og Hriflungar, með undirtitlinum Ævintýri um norræna
menningu. Hefur margur skemmt sér vel við að lesa þann frum-
lega og kostulega samsetning. Hermann var einmitt að vinna að
framhaldi þessarar sögu þegar hann lést, með heitinu Gestabók
Hriflunga. „Ég hefi lesið uppkastið og veltist um af hlátri," segn
fornvinur hans í eftirmælagrein.
En mesta framlag Hermanns á sviði skáldbókmennta var þ° 1
Ijóðagerð. Hann var yrkjandi frá ungum aldri, en fágaði ljóð sin
endalaust og var ófús til að birta þau. Náinn vinur hans og sani-
starfsmaður árum saman, Magnús Magnússon, segir í eftirm®^
sem birtist í blaðinu Scotsman 19. ágúst síðastliðinn (hér lausleg3
þýtt): ,
Enn liggja þó mörg verk óútgefin innan um bókahaugana 1
vinnustofu hans í Edinborg - ekki síst ljóðmæli hans. Hermann