Saga - 2002, Blaðsíða 258
256
RITDÓMAR
armann í Evrópu á þessum tíma hefði vist á íslandi, þó ekki væri nema
í tvær vikur á ári, þótt vera óbærileg útlegð. Óendurgoldin en dálítið
annars hugar væntumþykja, frekar en ást?
Eins og ég minntist á í upphafi leiðir „ný söguskoðun" Gunnars oft
til svipaðrar niðurstöðu og gamla þjóðernisrómantíska viðmiðið. All-
ur fyrsti hlutinn, þau 21% af bókinni sem fara í að fjalla um tímann
fram til 1262, er skrifaður út frá þeirri forsendu að hið íslenska
„Commonwealth" hafi verið einstakt fyrirbrigði í Evrópu. Gunnar
hafnar því vissulega að með stofnun Alþingis hafi orðið til ný þjóð og
lítur á Alþingi sem eitt af mörgum svæðisbundnum þingum á búsetu-
svæðum norrænna manna. Hann er hins vegar á þeirri skoðun að sam-
félagskipanin sem byggðist á þinginu hafi verið áfram til staðar löngu
eftir að konungsvald var farið að móta önnur samfélög í álfunni. Hann
segir frá kristnitökunni - þar sem hann fylgir seinni tíma heimildum
nokkuð nákvæmlega eins og aðrir sagnfræðingar hafa gert - eins og
Guði hafi verið hleypt inn en konungurinn skilinn eftir fyrir utan.
Valdabaráttu Sturlungaaldar og „1262" er lýst sem byltingarkenndum
atburðum þar sem „European culture lost one of its small varieties"
(bls. 86).
Er það ekki gamla hugmyndin um þjóðveldið sem gægist þarna
fram? Hversu sterk áhrif hafði konungsvaldið á jaðarsvæðum norr-
ænna ríkja á miðri 13. öld? Getur ekki verið að Jamtaland og Gotland,
jafnvel líka Dalirnir og Helsingjaland, og í vissum skilningi dönsku
lagaumdæmin Jótland, Sjáland og Skánn, megi skoðast sem sjálfstæð
þingumdæmi, með nokkuð skýrar hugmyndir um eigin sjálfsmynd og
einimgis bundin af kontmgsvaldi sem var nánast nafnið tómt? Er ekki
bara allt talið um „stjómskipan" (constitution) á miðöldum anakrónísk-
ur, þjóðernisrómantískur tilbúningur? Nær væri kannski að segja að
þingin hafi verið útbreidd í Norður-Evrópu, óháð því hvernig hin
lauslega æðsta stjórnskipan var. Á dreifbýlissvæðum í Norður-Þýska-
landi, en af þeim eru Þéttmerski í Holtsetalandi sennilega þekktust,
var slík skipan við lýði án yfirvalds fram á árnýöld. Það var ekki fyrr
en 1559, þegar öxin og jörðin höfðu geymt Jón Arason í níu ár, sem
Þéttmerski voru formlega innlimuð í stjórnskipan furstaríkisins. Að
minni hyggju þarf að rannsaka sérstöðu íslands á miðöldum með
beinni samanburði við Evrópu en hingað til hefur verið gert.
Að því er varðar „hnignunina" á ólánstímabili hinnar hefðbundnu
sögu frá Gamla sáttmála til Jóns Sigurðssonar, gagnrýnir Gunnar þjóð-
ernisrómantíska túlkun en er þó enn á ný í stórum dráttum sammála
niðurstöðum hennar. Að hans mati er einfaldlega ekki hægt að horfa
fram hjá vísbendingum um að lífskjör hafi í raun versnað, veðurfar
kólnað, húsin minnkað og fólkið jafnvel verið lágvaxnara (skv. meðal-
hæð) en áður á árnýöld. Munurinn er hins vegar sá að orsakirnar eru