Saga - 2002, Page 260
258
RITDÓMAR
gera Svíana - eða sænskumælandi Finna - sem bjuggu á tilteknum
eyjaklasa í Eystrasalti að Álendingum, án þess að fyrir hendi væri
nokkur eldri etnísk hefð? Þetta þarfnast nánari athugunar og umræðu.
Höfundur tekur aftur upp þráðinn um sjálfsmynd í síðasta kafla
bókarinnar „Break and Continuity in Icelandic History". Ég verð að
játa að lesmálið undir þessari spennandi fyrirsögn olli mér dálitlum
vonbrigðum. Þarna er ekki að finna samandregna, gagnrýna umfjöll-
un um þjóðarsögulega nálgun, þ.e. í hvaða merkingu er hægt að tala
um „íslenska sögu" í 1100 ár? í staðinn er þar að finna goðsögnina um
bókmenntaþjóðina íslendinga og hugleiðingu um hlutverk hrein-
tungustefnu í samtímanum. Sagnaarfinum er lýst sem einhverju sem
létti undir með sjálfstæðisbaráttunni og í staðinn fyrir „image" og
sjálfsmynd er allt í einu farið að tala um „awareness" um menningar-
arf þjóðarinnar. Mótunarhyggjan, hin „konstrúktívíska" sýn sem hef-
ur einkennt textann fram að þessu, víkur hér fyrir staðhæfingum eins
og „not all peoples feel the need to find a golden age in the past", en
„Iceland felt the need for a revival". Bæði „þjóð" og „ísland" er hér
sett fram sem persóna eða gerandi. Þetta er auðvitað bara líkingamál
höfundar og ekki metafysísk þjóðarhugmynd eins og hjá 19. aldar
rómantíkerum en áhrifin eru samt sem áður þau að Gunnar, ekki
ósvipað og fræðileg fyrirmynd hans, Anthony Smith, sé á leið í átt að
ákveðinni lögmálshyggju, „essentíalisma". Þegar kölski eldist gerist
hann trúaður, segir sænskt orðtak sem gæti átt hér við.
En jafnvel þó deila megi um afstöðu í einstökum málum er það
gleðiefni að Gunnar vekur máls á sjálfsmynd íslendinga og ræðir um
hana en tekur henni ekki sem sjálfgefinni. Umræðan hefði bara mátt
vera dýpri. Til dæmis er ekki að finna neitt kynjasjónarhorn í þessu
samhengi en það hefur verið mjög áberandi í rannsóknum á þjóðrækm
í seinni tíð. Annars er ekki hægt að saka Gunnar um að gleyma því að
fólk af báðum kynjum bjó á íslandi. ítrekað er fjallað um kjör kvenna
og verkaskiptingu kynjanna. Hann er réttilega tortrygginn gagnvart
hugmyridinni um að söguöld hafi verið sérstaklega hagstæð að því er
varðar réttindi og hag kvenna. Við hinn enda tímaássins setur hann
fram þá athyglisverðu niðurstöðu að hið tiltölulega veikburða íslenska
velferðarkerfi hafi alls ekki leitt til þess að íslenskar konur hafi f***
færri börn miðað við kynsystur þeirra annars staðar á Norðurlöndum
sem bjuggu við þróaðra kerfi, heldur þvert á móti.
Það er einnig gott jafnvægi milli stjórnmálasögu, félagssögu og
menningarsögu í bókinni. Að mörgu leyti er þetta nútímalegt yfir-^rt
yfir þjóðarsöguna, töluvert betra en nokkuð sem til er á ensku um SV1
þjóð eða Danmörku til að mynda, ekki síst vegna þess að hefðbundu3
stjórnmálasagan er ekki meira áberandi en raun ber vitni. Saga íslan 5
er hér byggð á nýlegum rannsóknum og sögð erlendum lesendum a