Saga - 2002, Side 268
266
RITDÓMAR
langt að fullyrða að í þeim sé verið að predika eða jafnvel reka áróður
fyrir dyggðugu hjúskaparlífi og einkvæni. Höfundar þeirra voru nógu
veraldarvanir til að víkja sér undan þeirri skyldu. Hún bendir hins
vegar á að Sturlunga fjallar um mun flóknari sambönd og átakamál en
íslendingasögur og þess vegna er eðlilegt að fleiri einstaklingar og
samfélagshópar séu þar dregnir fram á leiksviðið, og eru frillur ekki
undanskildar (bls. 15, 43,177).
Nýmæli bókarinnar og jafnframt meginkjarni hennar er sú vandaða
tilraun sem gerð ér til að greina á milli frillulífis, fylgilags og eiginlegs
hjónabands í skilningi kirkjulaga. Frillulífi þekktist á öllum stigum
samfélagsins en virðist einkum hafa tíðkast meðal höfðingja. Þar voru
hagsmunir mestir, og að auki þurfti nokkuð til að geta haldið uppi
fleiri konum en einni ef svo bar undir. Frillur gátu verið af góðum ætt-
um en þær stóðu þó ætíð skör lægra manninum sem þær hófu sambúð
með. Stofnað var til frilluhalds með samkomulagi milli forráðamanna
tveggja fjölskyldna. Konan sjálf kom þar ekki við sögu. Með framsali
frillu til höfðingja mynduðust gagnkvæmar skuldbindingar tveggj3
fjölskyldna eins og við hjónaband, en sá var munur að forráðamaður
frillunnar var aldrei jafnoki hins nýja venslamanns að virðingu og var
af þeim sökum líklegri til að sýna honum fullan trúnað. Frilluhald var
þannig að jafnaði líklegra til að tryggja trausta fylgismenn en hjóna-
bönd (bls. 75, 82-83, 95,118). Annað einkenni á frillusambandi var það
að engin formleg og vottfest eignaskipti fóru fram, ólíkt því sem gerð-
ist við stofnun hjónabands. Fylgilag var á hinn bóginn sambúðarhátt-
ur sem einkum bændur og prestar tileinkuðu sér en nær aldrei höfð-
ingjar, enda fól það ekki í sér trúnaðarsamband með sama hætti og
frilluhald og var þess vegna ekki eftirsóknarvert þeim sem voru á hött-
unum eftir bandamönnum. Fylgilag virðist því hafa átt betur við þa
einstaklinga sem vildu sjálfir ráða og eiga frumkvæði að sambúðarlífi
sínu.
Enda þótt kirkjan viðurkenndi ekki opinberlega fylgilag hafði þac')
ýmsa þá kosti sem prýddu heilagt hjónaband. Miklar líkur voru á að
bæði karlinn og konan hefðu gefið jáyrði sitt af frjálsum vilja eins og
kirkjan krafðist þegar um stofnun hjónabands var að ræða (sbr. con-
sensus de praesenti), einhvers konar samningur mun einatt hafa verið
gerður og skipst var á gjöfum sem, að dómi kirkjunnar, áttu að vera
tákn um orðheldni og tryggð, og síðast en ekki síst var fylgilag einnar
konu samband. Hvers var þá vant til að fylgilag gæti talist fullg’^
hjónaband? Auður nefnir tvennt til: lýsingu til hjúskapar og vígslu en
fer að öðru leyti ekki ofan í saumana á hjúskaparreglum kirkjunnar
(sbr. bls. 144,147,158). Strangt til tekið var náið og óþvingað samban
karls og konu, sem að auki bar ávöxt í nýju lífi, fullnægjandi skily11
hjónabands, en til að forðast alvarlega meinbugi var samþykkt á fjór a