Saga - 2002, Side 269
RITDÓMAR
267
Lateranþinginu 1215 að krefjast lýsingar með hjónaefnum og að prest-
ur staðfesti ráðahaginn með blessunarorðum.
Auður telur að þáttaskil hafi orðið í sögu frilluhalds hér á landi þeg-
ar Islendingar gerðust þegnar Noregskonungs. Þá varð til ný stétt kon-
unglegra embættismanna sem fengu völd sín beint frá konungi og
þurftu þar af leiðandi ekki lengur á frillum sínum að halda nema þá til
ástarfunda. Það má því heita „íronískt", eins og Auður kemst að orði,
að þegar boðskapur kirkjunnar um kristilegt hjúskaparfar var loks að
festa rætur tóku prestar, fremstir stétta, upp þann sið að ganga í „borg-
aralegt hjónaband" með fylgikonum sínum. Þetta var ekkert annað en
framhjáhald því að hin eina sanna brúður sérhvers prests var - sam-
kvæmt kenningunni - heilög kirkja.
Það er umhugsunarvert hvers vegna biskupar hér á landi og víða
annars staðar í hinum kristna heimi sýndu þessum brotlegu klerkum
eigi litla tillátssemi. Auður varpar fram nokkrum skýringum. Ein er sú
að biskupar gátu haft tekjur af skírlífisbrotum presta sinna, en þeim
var á hinn bóginn annt um að eignast erfingja til að halda við ætt og
eignum. Einnig vitnar Auður í Pál postula, þennan frumherja kristn-
innar, sem sagði í fyrra Korintubréfi (7:2) að vegna saurlifnaðarins
skyldi hver og einn hafa sína eiginkonu og hver og ein sirtn eigin-
mann. Hér væri ekki síður ástæða til að vitna í fyrra Tímóteusarbréf
(3:2-4) því að þar blandast engum hugur um að postulinn er ekki að
ræða um leikmenn almennt heldur leiðtoga og safnaðarhirða kirkj-
nnnar: „Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissam-
Ur • • • Hann á að vera maður, sem veitir góða forstöðu heimili sínu og
heldur bömum sínum í hlýðni með allri siðprýði."
Allt eru þetta frambærilegar skýringar, en til viðbótar mætti minna
a þá staðhæfingu sem Auður hefur eftir Erik Gunnes (bls. 19) að það
hafi verið sérstök árátta eða hæfileiki miðaldamanna að sniðganga lög
°g dóma. Þar á hann sennilega kollgátuna. Fyrirmæli kirkjunnar voru
ntiðuð við ýtrustu skilyrði fyrir inngöngu í himnaríki, kröfur sem fáir
gátu staðist (sbr. Matt. 5:48). Síðan tók við þrotlaus vinna lærðra
wanna við að laga boðskapinn að veruleika þessa heims - eða eftir
atvikum sjá í gegnum fingur við menn um ávirðingar þeirra. Stundum
Var þetta gert með skólaspekilegri rökfimi. Þess vegna amaðist kirkjan
framan af ekki við því sem nefnt var Friedelehe og Auður víkur að í bók
sinni, en það minnti um margt á fylgilag presta hér á landi síðar á mið-
öldum. Aðlögun af slíku tagi var á siðbreytingartíma úthrópuð, með
rettu eða röngu, sem hræsni.
Frillor ochfruar lætur lítið yfir sér, frásögnin er viðfelldin, hógvær og
hægferðug, kenningum fræðimanna eru gerð samviskusamlega skil,
0fð og ályktanir víða rifjaðar upp og endurteknar. Ýmsir hafa áður
°rðið til að fjalla um hjónaband, frillur og fylgilag hér á landi á mið-