Saga - 2002, Page 271
RITDÓMAR
269
Bókin er gefin út af Hugvísindastofnun Háskóla íslands og er í raun
afrakstur Hugvísindaþings 1999, en þar var meðal efnis málstofan
Virðing á þjóðveldistíma. Eftir því sem segir í formála bókarinnar, varð
þessi málstofa hvati að málstofu í miðaldafræðum um sama efni árið
eftir, einnig á vegum Hugvísindastofmmar, þar sem margir lögðu sitt
af mörkum. Eiga Hugvísindastofnun og höfundar hrós skilið fyrir að
koma þessum fyrirlestrum í útgáfu.
Höfundar bókarinnar eru fimm. Helgi Þorláksson skrifar tvær grein-
ar, auk inngangs, en auk hans skrifa þau Sverrir Jakobsson, Sólborg
Una Pálsdóttir og Torfi H. Tulinius hvert sína grein. Gunnar Karlsson
er höfundur eftirmála, hann hnýtir enda saman og tengir greinarnar
mjög skilmerkilega, kastar fram nýjum spurningum og sjónarhornum.
Er það vel til fundið að létta undir með lesanda á þennan hátt, eftir-
málinn gerir bókina heilstæðari og undirstrikar enn fremur nauðsyn
þess að halda áfram rannsóknum á þessu sviði, enda sýnist mér vera
eitt markmið höfundanna að hvetja til slíks. Að hér skuli markvisst
vera unnið að því að gera upp við fyrri hugmyndir um heiður á mið-
öldum undirstrikar ekki síst nauðsyn sífelldrar endurskoðunar sögu-
ritunar almennt.
Helgi Þorláksson reifar eldri rannsóknir í inngangi sínum og kynnir
nýjar aðferðir, einkum þær sem sóttar eru í smiðju mannfræðinnar. í
fyrri rannsóknum hefur sómi einkum verið tengdur hetjuskap, hug-
rekki og hefndum þar sem mest var lagt upp úr tilfinningu einstak-
linga. Minni áhersla var lögð á að greina reglur samfélagsins um
hvenær og hvernig bæri að hefna (bls. 7). Heiður var í þessum skiln-
ingi einnig hugmyndafræði sem körlum var innrætt í heiðni. Með
kristni og kirkju hafi hins vegar komið boðskapur um frið og fyrirgefn-
ingu sem stefnt var gegn hinni „heiðnu" hugmyndafræði um hefndar-
skyldu tengda heiðri einstaklinga eða fjölskyldna. I seinni rannsókn-
um hefur þessi árekstur heiðinna og kristinna gilda þó verið hrakinn
(sbr. bls. 8).
Eins og Helgi Þorláksson bendir á hefur áherslan í seinni rannsókn-
um nú flust frá heiðri sem tilfinningu til heiðurs sem hluta af formgerð
samfélags, sem þar með laut ákveðnum reglum. Helgi skrifar „menn
telja ekki rétt að setja á oddinn að heiður hafi verið einhvers konar per-
sónuleg tilfinning hinna stoltu og kappsömu eða tillærð hugmynd
sem herskáir forystumenn og nótar þeirra fylgdu. ... heiður var virð-
ing sem samfélagið sýndi og veitti bændum og goðum, öllum þeim
sem fullnægðu ákveðnum félagslegum kröfum - eða svipti þá ella"
(bls. 9). Helgi álítur að þessi skilningur eigi rót sína í auknum tengsl-
um einstakra fræðigreina og þverfaglegum vinnubrögðum. Aukin
áhersla á félagssögu gerir tengsl við félagsvísindi sjálfsögð og hefur
þetta m.a. leitt til þess að rykið hefur verið dustað af íslendingsögun-