Saga - 2002, Page 272
270
RITDÓMAR
um sem nú eru notaðar sem félagssögulegar heimildir (bls. 11). Hér má
í raun sjá stefnuyfirlýsingu bókarinnar sem heildar, enda leita höfund-
arnir allir á vit aðferðafræði félagsvísinda eins og einna greinilegast
má merkja af grein Torfa H. Tuliniusar og allir eiga þeir það sammerkt
að nota íslendingasögurnar til að nálgast efnið.
Ef til vill má líta á grein Helga Þorlákssonar „Virtir menn og vel
metnir" sem áframhald iimgangsins. Helgi gengur hér á móti skilningi
þeirra Williams Ians Millers og Prebens Meulengrachts Sorensens á
virðingu sem fastri stærð þar sem ekki hafi verið hægt að vinna virð-
ingu nema á kostnað einhvers annars. Helgi afneitar ekki þeim mögu-
leika að virðing eins hafi minnkað á kostnað annars, t.d. í deilum, en
bendir á fjölmörg dæmi þess að virðing beggja hafi aukist, að virðing
einstaklings aukist af eigin afrekum án þess að jafnvægið í samfélag-
inu raskist. Virðing var þá ekki föst stærð heldur breytileg, kannski má
meira að segja sjá hagvöxt og jafnvel gengisfellingu í virðingu. Helgi
gerir þó greinarmun á persónulegum heiðri og félagslegum heiðri og
álítur að þjóðveldismenn hafi helst notað hugtakið „virðingu" um hið
síðarnefnda. Þessi skilgreining er ekki ný, eins og Helgi bendir á. Það
er hins vegar nýtt að nota þessa tvískiptingu til að skilgreina samfélag-
ið á þjóðveldisöld. Hægt var að auka bæði persónulegan og félagsleg-
an heiður sinn, hinn persónulega m.a. með því að standa sig vel í því
sem maður var borinn til, verja sig ef á var leitað. Hins vegar jókst ekki
persónulegur heiður við að leita á aðra. Félagslegi heiðurinn snerist
hins vegar um samkeppni og mat, að afla sér félagslegs álits, auka met-
orð sín og koma í veg fyrir félagslegan heiður annarra sem stefndu að
sama marki og maður sjálfur eða minnka hann (bls. 21).
Þessi tvískipting er hentug og nánast sjálfsögð þegar fjallað skal um
virðingu á þjóðveldisöld, ekki síst til að útskýra mismunandi mögu-
leika karla og kvenna til að hljóta virðingu og það sama gildir um mis-
munandi möguleika einstakra þjóðfélagshópa á virðingu. Við lestur
þeirra greina sem á eftir koma verður þessi skilgreining óneitanlega
hjálpartæki lesanda en hins vegar hefði verið áhugavert að sjá afstöðu
hinna einstöku höfunda til tvískiptingarinnar. Sjálfur tæpir Helgi á þvl
að hér megi ef til vill sjá skýringu á ólíkum möguleikum kynjanna á að
hljóta virðingu; konur hafi getað hlotið persónulegan heiður en sjald-
an félagslegan. Einnig hafnar Helgi hugmynd Meulengrachts SoreU'
sens um að upphefð að utan hafi ruglað innlent kerfi. Þar með tengir
hann grein sína þeim tveimur sem koma næst, grein Sverris Jakobs-
sonar, „Upphefð að utan", og Sólborgar Unu Pálsdóttur, „Hlutu kon-
ur enga virðingu?". Kannski má jafnvel líta á grein Helga sem aðferða-
fræðilegan inngang að þessum greinum.
Ekki er annað að sjá en að Sverrir Jakobsson sé sammála Helga 1
gagnrýninni á Meulengracht Sorensen. Sverrir nefnir nánast of mórg