Saga - 2002, Page 275
RITDÓMAR
273
okkar getur þó byggst á því hvernig hugtök Bourdieus eru íslenskuð
og/eða skilgreind. Ekki breytir heldur þessi túlkunarmunur niður-
stöðum Torfa. Hann hefur áður beitt kenningum Bourdieus í grein
sinni um bræðurna Þórð, Sighvat og Snorra Sturlusyni og sókn þeirra
eftir virðingu (Torfi H. Tulinius, „Snorri og bræður hans. Framgangur
og átök Sturlusona í félagslegu rými þjóðveldisins", Ný Saga 12. árg.
(2000)), en hér gengur hann lengra. Til að greina íslenska miðaldasam-
félagið, sem Torfi álítur að hafi verið mun flóknara en gert hefur verið
ráð fyrir, gagnast hugtökin svið og illusio, ásamt habitus. Torfi beitir
fyrst og fremst hugtakinu svið (sem hann útskýrir á hnyttinn hátt með
samanburði á sviði viðskiptalífs og sviði háskólalífs í íslensku nútíma-
samfélagi) og greinir þrjú svið innan hins íslenska miðaldasamfélags.
Hér má sjá svið eignamanna af leikmannastétt, svið kommgshirðar-
innar og svið kirkjunnar. Þessi svið skarast síðan á mismunandi hátt.
En Torfi leiðir einnig líkum að því að skáldskapur hafi verið sérstakt
svið innan íslensks samfélags á miðöldum. Hann vill með öðrum orð-
um nota félagsfræði Bourdieus til að útskýra hvers vegna bókmennta-
sköpun fékk svo stóran sess í miðaldasamfélaginu, og er það nýtt (bls.
82).
Kenningum Bourdieus hefur einkum verið beitt við rannsóknir á
sögu nýaldar, auk nútímasögu, og spyrja má hvort heppilegt sé að
beita þessum kenningum á miðaldasamfélagið. Mitt svar hlýtur að
vera jákvætt enda hefur Bourdieu sjálfur séð ástæðu til þess að ræða
heiður sem táknrænt auðmagn í íslensku miðaldasamfélagi (Pierre
Bourdieu, Raisons pratiques. Sur la théorie de l'action (Paris, 1994)). Grein
Torfa vekur margar nytsamlegar spurningar en að mínu áliti varpar
hún einnig nýju Ijósi á mikilvægi þátta eins og persónulegra eiginleika,
auðmagns, virðingar, vinfengis og þjóðfélagsstöðu, en allt þetta hefur
gefið tilefni til mikillar umræðu í fyrri rannsóknum. Sé greinin tengd
öðrum greinum í bókinni vakna margar áleitnar spurningar. Utan-
landsferðir sem táknrænt auðmagn er ein. Sú spurning sem liggur mér
þó næst hjarta er kartnski sú hvaða ljósi kenningar Bourdieus geta
varpað á mismunandi stöðu, valdamöguleika, já og möguleika yfir-
leitt, kynja og þjóðfélagshópa.
Eins og Torfi bendir á fjalla heimildirnar fyrst og fremst um æðstu
lög þjóðfélagsins og getur því verið erfitt að greina önnur svið en þau
sem þeir hæst settu höfðu að aðgang að (bls. 66) en útilokun frá þess-
um sviðum samfélagsins er einnig áhugaverð. Kenningar Bourdieus
bjóða upp á óteljandi möguleika við rannsóknir á íslensku miðalda-
samfélagi, ekki síst hvað varðar heiður.
Það er fróðlegt að bera saman grein Torfa og grein Helga Þorláksson-
ar „Fé og virðing", sem er næst á eftir og er jafnframt síðasta grein bók-
arinnar, ef frá er talinn eftirmálinn. Torfi hefur rétt sannfært lesanda
18-SAGA