Saga - 2002, Side 276
274
RITDÓMAR
um að íslenska miðaldasamfélagið hafi verið mun flóknara en fræði-
menn hafa gert ráð fyrir hingað til þegar spurningunni um hvort hafi
komið fyrst auður eða virðing er teflt fram. Helgi vitnar í mannfræð-
inginn Elvin Hatch (bls. 94) sem skrifar „að sæmd, álit og félagsleg
staða, hafi skipt menn meira máli í fábreyttum samfélögum en efna-
hagslegur ávinningur." Þetta eru skemmtilegar andstæður sem vekja
lesandann til enn frekari íhugunar.
Grein Helga á sér langa sögu, eins og hann bendir á. Greinaskrif
Gunnars Karlssonar og Helga í Söguslóðum (1979) og Sögu (1980-83)
um vægi persónulegra eiginleika og auðs vöktu athygli og urðu tilefni
frekari rannsókna. Nú beinir Helgi sjónum sínum að innbyrðis vægi
virðingar og auðs, m.a. út frá rannsóknum Jóns Viðars Sigurðssonar,
auk þess að rannsaka tekjuöflun og tekjustofna goðanna. Spurningin
er skýr - hvort kom fyrst auður eða virðing og hvaðan kom auðmagn-
ið? Var virðing forsenda auðs eða var það öfugt? Það kemur skýrt fram
að Helgi telur virðingu forsendu auðs og rekur hann fjölmörg dæmi
máli sínu til stuðnings. Hér snýst hann því gegn Jóni Viðari sem sam-
kvæmt Helga álítur auð skipta meira máli en virðingu í valdabarátt-
unni (bls. 93). Hér gætir þó að mínu mati nokkurs misskilnings, þvi
samkvæmt rannsóknum Jóns Viðars var það samspil þessara tveggja
þátta sem skipti máli, auk fjölskyldu- og vinatengsla (sjá t.d. Jón Viðar
Sigurðsson, Chieftains and power in the lcelandic commonwealth). Þar með
eru þeir Helgi og Jón Viðar í raxm ekki á öndverðum meiði. Það á einn-
ig við um auð og eyðslusemi, því í gagnrýni sinni á fyrri rannsókrur
beinir Helgi spjótum að þeirri fullyrðingu að höfðingjar hafi aflað
tekna til að eyða þeim og bendir á „milljónamæringinn" Snorra Sturlu-
son sem hefði „þurft að standa fyrir gegndarlausu veisluhaldi, og ausa
út gjöfum eða eyða stórfenglega" (bls. 101-102) ef þessi kenning er
rétt. Helgi álítur að goðar hafi þurft að hafa fé í samræmi við virðingu
sína og stöðu (bls. 105) og spurning vaknar hvort þeir hafi ekki átt að
eyða samkvæmt sömu mælistiku, en óhóf var löstur og enginn virð-
ingarauki. Athyglisverður er einnig samanburður á þeim frændum
Sturlu Sighvatssyni og Sturlu Þórðarsyni, þar sem þeim fyrrnefnda
tókst að færa sig upp í stöðu foringja en Sturlu Þórðarsyni ekki-
Reyndar voru aðstæður þeirra frænda nokkuð ólíkar, Sturlu Sighvats-
syni var ætlað að verða foringi, hann var útvalinn, en Sturlu Þórðar-
syni var hins vegar ekki ætlað þetta hlutverk. Hér hefði verið
skemmtilegt að sjá umræðu um vægi, ekki bara auðs og virðingar,
heldur tengslaneta. Var ekki Sturla Sighvatsson betur í stakk bumn
einmitt vegna tengsla sinna, auk persónulegra eiginleika og annarra
þátta sem Helgi minnist á. Sú spurning vaknar einnig þegar gerð er
grein fyrir uppgangi og fésöfnun Snorra Sturlusonar, en Helgi efast
um að auður, sem hann hlaut með hagstæðum kvonföngum, hafi skipt