Saga - 2002, Page 280
278
RITDÓMAR
að greinargerðin er glögg. Einnig er ankannalegt að ekki skuli vera fá-
anlegir olbogasvigar í prentun, en í staðinn eru notuð tilvísunarmerki
úr stærðfræði. Þar er við prentsmiðju að sakast en ekki útgefendur.
Annars hefðu útgáfur frumheimilda frá 17. öld átt að vera svo langt
komnar, að viðaukinn hefði verið óþarfur og nægt hefði að vitna í
prentaðar bækur. Hérlendis hafa heimildaútgáfur verið pólitískar, því
að á meðan íslendingar stóðu í sjálfstæðisbaráttunni söfnuðu þeir til
útgáfu íslenzks fornbréfasafns að verulegu leyti fyrir styrk úr ríkissjóði
Danmerkur. Þegar Island varð fullveldi og danskt fé fékkst ekki leng-
ur, var söfnun til framhalds hætt og eftir stofnun lýðveldis var útgáfu
fornbréfa hætt. Hugmynd þeirra sem að útgáfunni stóðu var sú, að
hún næði til um það bil 1700, en útgáfan hefur ekki enn náð lengra en
til 1570. Þetta er til stórs baga við rannsóknir á fræðum fyrri alda og er
farið að vekja umtal erlendis.
Um frágang á útgáfu Píslarsögunnar er það að segja að prentvillur
eru nokkrar og að því er virtist einkum í seinasta kaflanum. Heil lína
er tvítekin á bls. 396 og eitt orð á bls. 412. Allnokkur dæmi eru um að
orðum sé vitlaust skipt á milli lína, t.d. á bls. 19, 36, 359 og 399. Dæmi
eru um röng ártöl á bls. 43,408 og 413. Sagt var fyrrum að skopblaðið
Spegillinn hefði haft þá reglu, að skrifa íslendingur með stórum staf, en
dani með litlum. Hér er sú regla viðhöfð að skrifa Guð og Drottin með
stórum stöfum og sama virðing er sýnd Djöflinum þegar ætla má að
um tiltekna ákveðna persónu sé að ræða. Trúlegt er, að einhverjum
finnist það ofrausn og sama er að segja um Majestatis (bls. 78). Aftur á
móti veittist engum þessara höfðingja sú virðing að komast í nafna-
skrá, sem eðlilegt hefði verið vegna notkunar stórra stafa. Annars er
ekki íslenskulegur sá nýlegi siður að nota stóra stafi í upphafi orða.
Nafnaskrá nær ekki yfir staðanöfn sem er mikill ókostur, heldur aðeins
yfir mannanöfn og ekki eru þau tekin úr greinargerð Þórðar Inga Guð-
jónssonar „Um varðveislu og útgáfu frumheimilda".
Seinasti kafli bókarinnar nefnist „Galdur og geðveiki". í heild verð
ég að segja, að hann er fremur sundurlaus. Vitnað er til lærðra rita
erlendra og inn á milli er fjallað um gang mála í Skutulsfirði. Framar-
lega (bls. 362) er því hafnað að séra Jón Magnússon hafi verið haldinn
„ofskynjunum og ofsóknarbrjálæði" svo að notuð séu tilvitnuð orð
Jóns Þ. Þórs. Síðar er rætt um skýringar ýmissa fræðimanna á efninu,
lækna og annarra. Annars er hæpið fyrir ólærða að vera að fjalla um
sjúkdóma án þess að leita samráðs hjá læknum. Aftur á móti er skýring
Matthíasar á veikindum séra Jóns (bls. 419) óljós og helst að skilja að
hann aðhyllist einhvers konar geðveiki. í kaflanum er margt sem
kemur ekki við efninu eins og upptalning á atburðum tiltekinna ara
eftir annálum, sem vart hefur skipt miklu máli fyrir þá sem í galdra-
málunum stóðu.