Saga - 2002, Page 283
RITDÓMAR
281
afdrif ættmenna sinna i vestri. Á síðustu árum hefur hins vegar kvikn-
að mikill áhugi á þessu efni og margt verið skrifað um það, meðal ann-
ars ofangreindar bækur sem birta áður óprentaðar heimildir, bréf og
dagbækur sem Vesturheimsfarar skrifuðu á seinni hluta 19. aldar.
Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon hafa rannsakað per-
sónulegar heimildir undanfarin ár og beitt rannsóknaraðferðum ein-
sögunnar við úrvinnslu þeirra. Báðir rita þeir ítarlegar ritgerðir í bók
sinni. Sigurður Gylfi skrifar greinina „Sársaukans land. Vesturheims-
ferðir og íslensk hugsun", þar sem hann fjallar um þróun Vesturheims-
ferða, hverjir það voru sem fóru og ber þessar ferðir saman við það
sem gerðist erlendis. Máli sínu til stuðnings notar hann innlendar og
erlendar rannsóknir, ekki síst sínar eigin, og vitnar jafnframt í samtöl
við fræðimenn. Hann bendir á þá athyglisverðu staðreynd að margir
Islendingar hafi orðið rótlausir af árstíðabundnum verferðum og
vistaskiptum. Flutningur til Vesturheims hafi því ekki verið eins mik-
ið stökk og talið hefur verið (bls. 33-34).
Hugleiðingar Sigurðar um framhaldsrannsóknir á þessu sviði eru
afar athyglisverðar. Hann birtir rannsókn sem Douglas S. Massey,
prófessor í félagsfræði við University of Pennsylvania, hefur gert um
þjóðflutninga í heiminum í nútíð og fortíð og veltir upp ýmsum spurn-
ingum sem enn er ósvarað í íslenskri vesturfarasögu. Ekki þarf að
koma á óvart að Sigurður telur að framtíðarrannsóknir á sviði Vestur-
heimsferða muni byggjast á persónulegum skrifum fremur en lýð-
fræðirannsóknum og tekur þar undir skoðanir Colins G. Pooleys og
Ians D. Whytes (bls. 65-66). Hins vegar hafnar hann þeirri skoðun
fyrrgreindra höfunda að setja beri rannsóknir á einstaklingum í viðeig-
andi þjóðfélagslegt samhengi (bls. 66). Að mínu mati er Sigurður
óþarflega einstrengingslegur þegar hann heldur fram yfirburðum ein-
sögunnar. Rannsóknaraðferð hennar hefur fyrir löngu unnið sér fastan
sess sem ein af fjölmörgum rannsóknaraðferðum sagnfræðinnar en
nauðsynlegt hlýtur að vera að setja einstaklingsrannsókn í þjóðfélags-
legt samhengi. Að öðrum kosti er hætt við að skógurinn sjáist ekki fyr-
ir trjánum.
Ritgerð Davíðs Ólafssonar, „I frásögur færandi, Vesturheimsferðir í
persónulegum heimildum", er afar fróðleg og skemmtileg aflestrar.
Þar fjallar hann um hverjir fóru vestur, hvers vegna og hvernig fólkinu
vegnaði eftir að til nýja landsins kom. I umfjöllun sinni vitnar hann
víða í dagbókarbrotin sem birtast í bókinni, sem verða fyrir vikið tví-
tekin. Einnig kynnir hann til sögunnar dagbókarritarana, 11 íslenska
karlmenn, og gerir grein fyrir hvernig þeir Sigurður völdu dagbókar-
textana. „Einkum hefur verið leitað í það efni sem er aðgengilegt á
söfnum og rekið hefur á fjörur okkar á síðustu árum" (bls. 77) en þær
sárafáu dagbækur sem varðveist hafa eftir konur eru allar frá 20. öld.