Saga - 2002, Page 288
286
RITDÓMAR
uppbyggingarskeið og blómatíma. Inga Lára gerir grein fyrir fyrstu
íslensku Ijósmyndurunum, svo og fyrstu erlendu ljósmyndurunum
sem komu hingað til lands. Hún fjallar um hvernig frumherjarnir
komu undir sig fótunum og hver voru helstu viðfangsefni þeirra,
einkum mannamyndir. En hún getur einnig um hversu fljótir þeir
voru að svara markaðnum, m.a. að taka myndir af helstu ferðamanna-
stöðum til þess að selja ferðamönnum, og hvernig þetta tengist beint
viðleitni á ofanverðri 19. öld til þess að kynna ísland sem ferðamanna-
land. Er þetta atriði nefnt hér til þess að sýna fram á að í bókinni er
tæpt á fjölmörgum atriðum sem í sjálfu sér eru umfangsmikil rann-
sóknarefni en bíða frekari rannsókna. í þessu sambandi vil ég benda á
að vel hefði mátt nefna hversu nátengd landslagsljósmyndun þessa
tíma, og jafnvel einnig síðar, var landslagsmálverkinu. Þeir staðir sem
urðu uppáhald þessara fyrstu ljósmyndara voru þegar orðnir þekktir
fyrir tilstilli erlendra málara og grafíklistamanna.
Inga Lára gerir vel grein fyrir hversu víða um land atvinnuljós-
myndarar störfuðu, svo og að hér hösluðu konur sér eftirminnilega
völl. Hún fjallar skilmerkilega um tæknibreytingar í faginu sem höfðu
mikil áhrif á útbreiðslu greinarinnar og ekki síður hvernig þessar
breytingar skiluðu sér í fjölbreyttara myndefni og fleiri tækifærum.
Hún rekur hvernig aðstaða ljósmyndaranna batnaði, hvernig ljós-
myndarar byggðu jafnvel heilu húsin fyrir starfsemi sína, byggingar
sem enn setja mikinn svip á borgina. Gerð er grein fyrir fjöldafram-
leiðslu ljósmynda, til dæmis með stereóskópmyndum og póstkortum.
Stuttlega er rætt um félagsskap ljósmyndara, getið um áhugaljós-
myndun, sýningarhald og ljósmyndabækur.
í síðari hluta verksins er ljósmyndaratal þar sem rakinn er ferill ljós-
myndara á tímabilinu og birt dæmi um verk þeirra, eitt eða fleiri eftir
því sem tilefni gefur til. Auk þess er skrá um aðsetur ljósmyndaranna
og mynd sem sýnir landfræðilega dreifingu á árunum 1890,1900,1920
og 1945. Ljósmyndaratalið er afrek, enda má vera ljóst að gífurlegt
verk hefur verið að ná utan um þann hóp manna sem teljast atvinnu-
ljósmyndarar á tímabilinu; þar eru meira að segja taldir íslenskir ljós-
myndarar sem hafa starfað erlendis. Með skránni er lagður grunnur að
rannsóknum á verkum einstakra ljósmyndara, auk þess sem hún er
forsenda fyrir því að unnt sé að rannsaka íslenska ljósmyndásögu al-
mennt á þessu árabili. Myndaval er með ágætum; kannski hefðu þó
mátt birtast fleiri landslagsljósmyndir í þessum hluta bókarinnar.
Landslagsljósmyndun var mikið stunduð á fyrri hluta 20. aldar en þess
hefur gætt að þeir sem hafa sinnt rannsóknum á þessu sviði hafi ekki
sýnt þeim myndum áhuga. í skránni kemur margt fróðlegt fram og
eru ýmis dæmi um sorglegt skeytingarleysi um þessar menning-
arminjar. I mörgum tilvikum eru filmu- og plötusöfn glötuð og er tek-