Saga - 2002, Page 296
294
RITDÓMAR
dæmingu samfélagsiris. Þetta eru konur sem svo oft er talað um en
sjaldan rætt við. Þær lágstemmdu frásagnir sem Herdís teflir fram eru
í hrópandi ósamræmi við þá mynd sem yfirleitt er dregin upp af kon-
um á hernámsárunum þar sem ákveðinn upphrópunartónn einkennir
alla umfjöllun.
Það er einmitt slíkur upphrópunartónn sem einkennir seinni hluta
bókarinnar en þar er sjónum beint að „ástandinu" eins og það birtist í
ríkjandi orðræðu tímabilsins. Þar reiðir Herdís sig fyrst og fremst á
fjölmiðlaumræðuna og hún birtir margar blaðagreinar heilar og óstytt-
ar. Oft fær nútímalesandi yfir sig nóg af þeim óhróðri og kvenfyrirlitn-
ingu sem þar er ausið yfir fólk. Höfundur sýnir þó fram á að hin karl-
lega orðræða var ekki einráð á tímabilinu og að til voru bæði konur og
karlar sem risu upp gegn stanslausum áróðri í garð kvenna og ofsókn-
um lögreglu og ráðamanna, sér í lagi á hendur unglingsstúlkum (bls.
249-57).
Höfundi er mikið niðri fyrir, hún er reið yfir því kynjamisrétti sem
ráðið hefur ríkjum og samúð hennar með konum þessa lands er bæði
sterk og greinileg. Fullsterk myndu einhverjir segja, því fyrir vikið
verður frásögnin stundum svolítið svarthvít og eintóna. Allvíða situr
lesandinn uppi með þá einhæfu mynd að saga mæðra okkar hafi fyrst
og síðast verið saga fórnarlamba. Nokkuð skortir því á að margbreyti-
leikinn sem fram kemur í viðtölunum skili sér nægilega vel inn í
megintextann. Þá renna kynferði og stétt iðulega saman í eitt og kon-
urnar í frásögn Herdísar birtast oft á tíðum sem stéttlaus heild. Þær eru
„íslands fátæklingar" (bls. 27), ómenntaðar og valdalausar, undirokað-
ar af karlmönnum sem deildu og drottnuðu í feðraveldinu (bls. 39).
Kynferði mótaði sannarlega félagslega og efnahagslega stöðu kvenna,
hvar í stétt sem þær stóðu. Himinn og haf skildi hins vegar á milli
kvenna í efstu og neðstu lögum samfélagsins. Konur, rétt eins og karl-
ar, voru því ekki ein stétt heldur margar, og hernámið og „ástands-
fárið" snerti konur á ólíkan hátt eftir því hvar í þjóðfélagsstiganum
þær stóðu. Herdís fordæmir réttilega einhæfa og áróðurskennda
umfjöllun um konur á stríðsárunum og leiðir að því líkum að þau
neikvæðu og niðrandi skrif sem þarna birtust hafi haft varanleg,
neikvæð áhrif á sjálfsmynd íslenskra kvenna, og er hér heils hugar
tekið undir þær vangaveltur hennar.
Helsti ljóðurinn á annars ágætri bók er meðferð og úrvinnsla heim-
ilda. Sú einkennilega stefna ræður ríkjum að hafa hvorki heimilda- né
tilvísanaskrá, heldur birta í lokin lista yfir helstu heimildir sem stuðst
er við. í stað hefðbundinna tilvísunarnúmera er tilvísunum skipað i
þrönga efnisflokka, undir stikkorðum eins óg ,,Um vistarbandið", „Verð
á kvenfatnaði", „Fæðiskostnaður kvenna og karla og laun við verksmiðju-
störf' og „Hermenn með byssur". Er efnisflokkunum raðað eftir blað-