Saga - 2002, Page 302
300
RITDÓMAR
son, prófessor í heimspeki við HÍ og bróðir Jóns Baldvins. Það var Arn-
ór sem sá um að bera boð milli Landsbergis og Jóns Baldvins en Lands-
bergis var þá forseti litháíska þingsins. Hann hafði skrifast á við Arn-
ór um nokkurt skeið en þeir tveir áttu sameiginlega vini, menn sem
Arnór hafði kynnst á háskólaárum sínum í Moskvu. Hér er ekki rúm
til að rekja þessa sögu en þó verður ekki hjá því komist að minna á för
Arnórs og Jóns Baldvins til Vilnius í janúar 1991. Með leyfi Arnórs,
sem er með mikil gögn um þetta mál í fórum sínum, ætla ég að vitna í
tölvuskeyti sem hann sendi mér um þetta mál (23. janúar 2002):
„Heimsókn okkar Jóns Baldvins til Eystrasaltslanda 18.-21. janúar
1991 er enn í minni manna þar. Þegar við komum í þinghúsið í Vilni-
us var búizt við, að Rauði herinn gerði árás á hverri stundu. En sovét-
forystan hikaði við að ráðast á þinghúsið, þegar ráðherra Nató-lands
var þar viðstaddur. Og það er vert að minnast þess, sem Lennart Meri
[forseti Eistlands] sagði, þegar hann kom hingað árið 1997: Þetta var
úrslitastundin („the turning point")." Hér verður ekki lagt mat á það
hve mikil áhrif heimsókn þeirra bræðra hafði raunverulega á gang
mála. Hitt er aftur á móti víst að tilraunir til að gera lítið úr verkum
Jóns Baldvins veturinn 1990-91 fá trauðla breytt framgangi þess sem
liðið er.
Athyglisvert er einnig að í málatilbúningi sínum gagnrýnir Björn
Jón Baldvin og Steingrím fyrir að sitja með Alþýðubandalaginu í ríkis-
stjórn vegna þess að sá flokkur væri „andvígur Atlantshafsbandalag-
inu og kommúnískur að uppruna." Og hann bætir við: „Er einsdæmi
á Vesturlöndum, og þótt víðar sé leitað, að slíkur flokkur sé í ríkis-
stjórn" (bls. 295). Líklega var það ekki ofarlega í huga Björns þegar
hann skrifaði þetta að Sjálfstæðisflokkurinn sat með sjálfum erkióvin-
inum, Sósíalistaflokknum, í Nýsköpunarstjóminni 1944-47, en sá flokk-
ur var lengra til vinstri heldur en Alþýðubandalagið. Annars er um-
hugsunarvert að Björn virðist vart geta tekið sér flokksheitið „Alþýðu-
bandalag" í munn án þess að nota um leið orðið „kommúnistar".
Eftirmáli bókarinnar gefur til kynna að kalda stríðið sé Birni enn
mjög hugstætt. Hann segir frá deilum á Alþingi árið 1995 um skjöl
austur-þýsku leyniþjónustunnar og hvaða upplýsingar þau gætu veitt
um íslenska vinstri menn. Hann vitnar í löngu máli í eigin þingræðu
frá þessum tíma og segir síðan: „Ég sakna þess, að í Morgunblaðinu
skuli ekki hafa verið tekið á þessum þætti sögu okkar með sama hætti
og mér gafst færi á að fjalla um öryggismálin á níunda áratug síðustu
aldar" (bls. 334). Vissulega er þörf fyrir meiri rannsóknir en þótt skrif
blaðamanna séu góðra gjalda verð má færa rök fyrir því að heppilegra
væri að fela fræðimönnum slík verk. Bók Björns fékk annars góða
kynningu í blaðinu, eins og raunar í öðrum fjölmiðlum. Ólafur Þ.
Stephensen, annar af aðstoðarritstjórum Morgunblaðsins, skrifaði t.d.