Saga - 2003, Blaðsíða 21
MIÐLUN SÖGU Á SÝNINGUM
19
þá ekki allt talið því að víðs vegar um landið eru lítil einkasöfn.8 Þá
má víða finna sérmerkta sögustaði með ýmsum sögulegum upplýs-
ingum.9 Og söguleg hús á vegum Húsasafns Þjóðminjasafns Islands
eru vítt og breitt um landið þar sem varðveitt eru dæmi um íslenskar
húsagerðir; raunar eru byggðasöfn eða sérsöfn hýst í sumum þeirra.10
I fyrmefndri safnastefnuskýrslu er gerður greinarmunur á safni,
setri og sýningu. Þannig eru „söfn" fyrst og fremst „þjónustustofn-
anir. Meginhlutverk þeirra er að varðveita, rannsaka og miðla
menningararfinum." Hins vegar hafa mörg „setur" „ekki skyldum
að gegna á sviði söfmmar og varðveislu" þótt þar geti verið stund-
aðar rannsóknir og efni miðlað. Loks er „sýning" aðeins „hluti af
starfsemi safns eða seturs" þótt hún geti verið sjálfstæð rekstrarein-
ing.11 í tilefni af safnadeginum 2002 hnykkti Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður á þessum mun og sagði mikilvægt að „gera
greinarmun á safni og sýningu." Söfn hefðu „fjölþætt hlutverk í
samræmi við safnalög og alþjóðleg lög" sem væri „að safna, varð-
veita, rannsaka og forverja minjar og sögu viðkomandi svæðis, en
einnig að miðla í formi sýninga, kynningar og safnfræðslu." Segja
mætti að sýningar og sögusetur geti verið nokkurs konar „útibú frá
söfnum, þar sem sögunni er miðlað. Því eru starfandi hér á landi
mörg söfn en einnig sýningar og menningarsetur, sem einungis
varpa Ijósi á ákveðna þætti sögunnar í sýningum sínum."12 I gildi
eru safnalög og þjóðminjalög þar sem farið er nánar í saumana á
8 Sem dæmi má nefna söfn innan fyrirtækja og stofnana, t.a.m. innan Ríkisút-
varpsins og Mjólkursamsölunnar.
9 Ekki verður fjallað hér sérstaklega um slíka sérmerkta staði með sögulegum
upplýsingum en sem dæmi má nefna Þrístapa og Borgarvirki I Húnaþingi. —
Árið 2000 voru sett upp um 50 söguskilti víða um land á vegum Þjóðminja-
safns Islands, samgönguráðuneytis og Vegagerðar.
10 Sjá yfirlit og umfjöllun um húsin: Húsasafn Þjódminjasafns íslands, [bls. 2-9]. —
Af þeim stöðum sem heimsóttir voru tilheyra Húsasafninu bænhúsið að
Núpsstað, Húsið á Eyrarbakka, Bustarfell í Vopnafirði, Laufás í Eyjafirði,
Grafarkirkja, Glaumbær í Skagafirði, Víðimýrarkirkja, Grenjaðarstaður og
Nesstofa á Seltjamamesi eða 9 af 42 húsum Húsasafnsins árið 2003.
11 Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008, bls. 13.
12 Morgunblaðið 14. júlí 2002, bls. 8. („Söfn em byggðum mikilvæg.") — í far-
skóla Félags íslenskra safna og safnmanna haustið 2002 var mjög rætt um
muninn á safni, setri og sýningu í tilefni af ákvæðum nýrra safnalaga, sbr.:
Morgunblaðið 7. sept. 2002, bls. 52. („Farskóli safnmanna á Höfn.") — Morgun-
blaðið 14. sept. 2002, bls. 34-35. (Björn Bjamason, „Safn, setur, sýning.")