Saga - 2003, Blaðsíða 78
76
KAREN OSLUND
Historie eftir Erich Pontoppidan voru dæmi um umfangsmiklar, rík-
isstyrktar náttúrulýsingar á Norðurlöndum, ritaðar í alfræðistíl.17
Sænski vísindamaðurinn Carolus Linnaeus, sem með flokkunar-
kerfi sínu á plöntum og dýrum hafði öðrum fremur haft áhrif á
rannsóknir í náttúrufræði allt frá því um miðja 18. öld, trúði því að
það væri hluti af borgaralegri skyldu vísindamanna að koma
skipulagi á náttúruheiminn í þágu ríkisins. Vísindasagnfræðingur-
inn Lisbet Koerner hefur fært rök fyrir því að áhugi Linnaeusar á
hagstjóm og neikvæðum viðskiptajöfnuði í Svíþjóð hafi öðru frem-
ur legið að baki vísindarannsóknum hans. Að koma skipulagi á
náttúmheiminn hafi verið fyrsta skrefið í átt til þess að stjórna hon-
um í þágu landsins. I huga Linnaeusar verndaði þekking á náttúr-
unni „the nation against both foreign dominance and indigenous
barbarism".18 Ef sænskir vísindamenn gætu beitt þekkingu sinni í
grasafræðum við gagnleg samfélagsverkefni, líkt og nákvæmar
áætlanir Linnaeusar um að rækta te í Svíþjóð, myndi það ekki að-
eins auka þekkingu í grasafræðum, heldur einnig bæta efnahag
þjóðar sem þá væri ekki lengur háð innfluttum vömm.
A Islandi á 18. öld vom einnig náin tengsl á milli náttúmlýsinga
og ritgerða um umbætur. Sjálfur ritaði Skúli tvær stuttar greinar-
gerðir sem hægt er að flokka undir náttúmlýsingar: Beskrivelse af
Gullbringu og Kjósar Sýslur (1785) og Forsog til en Kort Beskrivelse af
Island (1786j.19 Þótt Skúli skrifi þessar ritgerðir ekki í alfræðilegum
17 Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger oin Island. — Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson, Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Biarne Povelsens
Reise igiennem Island. — Erich Pontoppidan, Detferste Forsog paa Norges natnr-
lige Historie. — Um starfsemi vísindafélaga, sjá James E. McClellan III, Science
Reorganized. Scientific Societies in the Eighteenth Century. — Jacques Revel fær-
ir í grein sinni, „Knowledge of the Territory", bls. 131-161, rök fyrir því að við
söfnun tölfræðiupplýsinga og kortagerð annars vegar og við ritun náttúrulýs-
inga hins vegar hafi, í tilviki franska ríkisins, svipuð vinnubrögð verið við-
höfð við að skilgreina landsvæði.
18 Lisbet Koerner, „Purposes of Linnaean Travel: A Preliminary Research
Report", bls. 125. í bók hennar Linnaeus. Nature and Nation er farið nánar í
smáatriði hvað varðar tilraunir hans á aðlögun teplantna og mikilvægi Lapp-
lands i uppbyggingu draumsýnar Linnaeusar á möguleikum í náttúrunni á
Norðurlöndum.
19 Þessar ritgerðir voru lagðar fram til samkeppni á vegum Det danske Land-
husholdingselskab. Skúli Magnússon, Beskrivelse af Gullbringu og Kjósar Sýsl-
ur og Skúli Magnússon, Forsgg til en Kort Beskrivelse aflsland.